Hvað er aftur í matinn?

Heimasíðan www.hvaderimatinn.is er að rúlla vel.  Skráningar aukast með hverjum deginum.  Fréttablaðið hafði samband við mig í vikunni og vildi endilega hafa smá umfjöllun í "Matur og vín" hluta blaðsins í dag fimmtudag.  Skemmtilegt að fá þessa umfjöllun, birtist mynd af manni og alles.... og auðvitað skotið á mann í vinnunni..... úúú... bara orðinn frægur.. má ég koma við þig? En allt í góðu og flott stemning hérna hjá okkur.  Nú er bara að skrá sig ef þú átt en eftir að gera það. Version 2 kemur á næstunni með fullt af nýjungum.  Wink

Var að hreinsa myndavélina

Vá, gamlar myndir þannig lagað í myndavélinni hjá mér.  Síðan á Gay Pride og eftir það. Læt nokkrar flakka hérna:

100_2559Ísold Klara mætt með regnhlífina, meira svona sólhlíf í þessu veðri =)

 

100_2568                       Eigumvið eitthvað  að ræða hælana á þessum skóm?

 

100_2572

Palli klikkar ekki.  Var klikkaður á Nasa um kvöldið..... Ú ú... International.  Það var auglýsing með Palla í útvarpinu áðan.  Þá heyrðist í dóttir minni... "Var þetta Páll Óskar"... máttur auglýsinganna ójá.

100_2574Við mætt við tjörnina í blíðunni.  Ísold Klara kallar sig Sollu Stirðu þessa dagana. Ég er íþróttaálfurinn, en mamma hennar er Siggi Stirði... þurfum eitthvað aðeins að endurskoða það held ég !

 

 

 

100_2562Gúgúúúú.....

 

 

100_2578Spurning um að minnka aldurinn hjá Capacent í könnunum niður í 3ja ára aldur??

 

 

100_2579Allavega þekkir hún Glitnis merkið þegar hún sér það, og er alveg með það á hreinu að ég hafi hlaupið Glitnishlaupið í sumar og var með Glitnis buffið.  Hún er bara snillingur  Smile 

 

 


Meoww... catfight

Kattarslagur í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði.  Já, það getur margt gerst.

Tekið af mbl.is

301940A


Allt í gangi

Nú er allt að gerast.  Það er öðruvísi að vinna svona fyrir sjálfan sig, þíðir ekkert að liggja með lappir uppá borði og bora í nefið.  Ekki að það hafi verið það sem að ég gerði áður !  En þetta er önnur tilfinnning.  Þetta er allt að koma hér á skrifstofunni, tölvan tengd, vantar reyndar són í símann og svo þarf ég að kaupa skrifborðsstól.  Þá erum við ready to roll.  Fengum fína kynningu um daginn í Ísland í dag.  Inga Lind og Þorfinnur hrósuðu síðunni hástert og hefur skráning gengið mjög vel.  Við erum að bæta nýjum fídusum inní þetta og má reikna með smá auglýsingum í framhaldi af því , svona eftir 2 vikur vonandi. Fór og sá Astrópíu á laugardaginn, bara fínasta skemmtun.  Alltaf gaman að sjá íslenskar myndir.  Sá svo Fylkisleikinní gær, síðasti heimaleikurinn og unnum við 4-0, gott mál.  Allt í gangi.

Hvað er í matinn.is?

Var að horfa á Ísland í dag, í gærkvöldi.  Allt í einu byrja Þorfinnur og Inga Lind að tala um þessa snilldar heimasíðu sem að heitir www.hvaderimatinn.is   Vill svo til að það er nýji vinnustaðurinn minn.  Og ég komandi úr auglýsingabransanum þá veit ég að þetta var verðmæt kynning sem að við fengum hjá þeim.  Hvet ég alla að kíkja á og skrá sig á síðuna, kostar þig ekkert =)

Sjá klippuna hér

kv

FELIX


Spaugstofan

Spaugstofan að klárast í sjónvarpinu. Fer vel af stað að mínu mati.  Taka "The Secret" í gegn og "Vörtutorg".  Frekar fyndið finnst mér, hef áður sagt að Vörutorg á Skjánum eigi að fá prime time staðsetningu, er nefnilega góð skemmtun. Og auðvitað Síma auglýsingin, Örn í Vodafone bol =)

En gestaleikarinn hjá þeim, stelpan úr Stelpunum á Stöð 2, hefur fengið að vera með.  Auddi fékk ekki að vera með í Útsvari á Rúv. Hvað veldur þessu misrétti? Hmmmm....

 


Vinir koma og fara

Sælt veri fólkið.

Alltof langt síðan ég skrifaði inn síðast, bara búið að vera mikið að gera.  Vinna á nýja staðnum og koma nýju stúlkunni inní gamla starfið mitt.  Allt í gangi.

En hér er skemmtilegt video:


Best Quote Of 2007

By Chris Rock,

Comedian

Feb-28-07

"You know the world is going crazy when the best rapper is a white guy, the best golfer is a black guy,the tallest guy in the NBA is Chinese, the Swiss hold the America's Cup, France is accusing the U.S. of arrogance, Germany doesn't want to go to war, and the three most powerful men in America are named Bush, Dick, and Colon.


Yet another proof that love is blind

Bannað börnum Wink


Brósi í heilsíðu

Fékk símtal í dag frá félaga mínum á Blaðinu, benti mér á að fletta því snöggvast og gerði ég það.  Er ekki bara heilsíða af bróðir mínum að auglýsa landsleikinn um helgina.  Flott auglýsing líka fyrir hann þar sem að í hans bransa þá má ekki auglýsa sig neitt, þá er þetta svona dulin auglýsing =)

Talandi um dulda auglýsingu, hafið þið séð kókflöskuna í símaauglýsingunni í prenti? Lítið vel við labbirnar á Jesú, þar er stór kók í gleri.  Mistök eða strategic marketing ????


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband