Föstudagur, 12.10.2007
Hvad spiser vi?
Já já, nú er það Köben sem að bíður okkar. Við erum búin að ná takmarkinu í meðlimafjölda í dag á www.hvaderimatinn.is sem að átti að ná fyrir helgi. Einnig erum við búin að kaup lén úti í Danmörku og í þessum töluðu orðum er verið að vinna í að texta síðuna yfir á dönsku. Litla frænka mín hún Hanna Lilja er í læknanámi þarna úti en er svo mikill snillingur og tekur að sér smá textavinnu fyrir okkur, einnig hún Kibba frænka hennar Söru. Reiknum með að kynna þetta í Danaveldi í byrjun nóvember. Verðum við ekki að taka þátt í íslensku innrásinni þarna?
Brilljant
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 11.10.2007
Nýr meirihluti: Dagur B Eggertsson nýr borgarstjóri
Koma svooooo Dagur, gamli Árbæingur.
Spurning um að hleypa Ástþóri í forsetann líka bara ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11.10.2007
Celeb mug shots
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Tæpar 82 milljónir í biðlaun alþingismanna
Ég hef svo sem ekkert lesið mikið meira en fyrirsagnirnar í blöðum undanfarið. En þar er mikið um peningamál og margir að græða mikla peninga, hvort sem að það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Svo eru leikskólakennarar og kennarar á lægri launum en starfsfólk hjá skyndibitastöðunum (sem að by the way margir eru ekki nægjanlega hreinlegir).
Ég þurfti t.d. að bjarga pössun í dag þar sem að skerðing er á leikskólanum hjá dóttir minni. Og ekki lítur kennara stéttin vel út þegar að fólk nær 95 ára reglunni, þá hættir það bara að vinna. Heyrði sögu um einn kennara sem að var vel liðin og góð í sínu starfi, hún hætti og tók meiraprófið og keyrir vörubíl á fjórföldum launum miðað við það sem hún hafði. Er ekki kominn tími til að taka á þessu með alvöru núna og tryggja framtíð barna okkar? Stefnir ekki annars bara í annað verkfall?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.10.2007
UB með í Bandinu hans Bubba
Unnur Birna verður kynnir í nýja sjónvarpsþættinum með bandinu hans Bubba. Segist vera rokkari í sér. Stelpan er dugleg, lögfræðinemi, lögga, fegurðardrottning og nú sjónvarpskynnir. Var reyndar með Skífulistann á Sirkus TV fyrir nokkru, vonandi verður hún betri í þessum þætti.
Og hvað er með nýja nafnið á Blaðinu? 24 stundir. Þetta á eftir að taka smá tíma að venjast mínum eyrum. Og líka nýr litur, Fylkisliturinn eða eins og einn sagði hér í vinnunni, Hagkaupsliturinn. En hvað veit ég? Markaðsfræðingurinn! Og á netinu hjá þeim er forsíðan síðan 5 september..hvað er það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5.10.2007
Back in the 80´s
80´s tíminn var víst ansi mikið stuð. Flottur klæðnaður sem að þykir ansi úreltur nú til dags, en samt ekki því að maður er að sjá fólk í spandexi og litskrúðugum fatnaði á labbi útum allt. Allt kemur þetta í hringi. En þetta myndband er alveg snilld sem að ég sá á síðunni hans Chrissa vinar míns, hver man ekki eftir þessu lagi? Takið eftir sokkunum þegar súmmað er upp að þeim, bara snilld. En hvað er þetta með loftnetsstöngina í armbandsúrinu? Eins gott að stinga ekki augað úr einhverjum.
Sjá myndband hér
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4.10.2007
Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottóinu
Haldið þið að þessi hafi mætt í vinnuna í morgun ??
Ég hefði nú eflaust sofið til hádegis allavega
En þvílík summa, ég vona að þetta sé einhver sem að hafi þurft á pening að halda og jafnvel noti hann í gott málefni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Húhaa
varð vör við að eiginmaðurinn snerti hana á mjög óvenjulegan hátt.
Fyrst rendi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins.
Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar .
Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður með
síðunni hinu megin niður að mitti.
Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin. Hönd
hans fór síðan niðureftir lærunum utanverðum.
Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu og eins við
hægra lærið.
Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraði
aðeins og hagræddi sér í rúminu.
Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.
Af hverju ertu hættur hvíslaði konan.
Hann hvíslaði til baka
Ég er búinn að finna fjarstýringuna!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Snilldar þættir þessi Næturvaktin. Ég var í veiði um helgina og sá ekki þáttinn á sunnudag, og náði honum því á Sirkus í gær, mjög gott fyrirkomulag. Það er nokkuð víst að það verða frasar úr þessum þætti og margra vörum í vetur. ´´já fínt, já sæll´´
Fórum með Ísold Klöru til augnlæknis í gær, sjónin er eitthvað búin að ganga til baka, en hún var með plús 8 og 8,5. En það vantar smá herslumun á hægra augað svo að nú er hún með lepp fyrir vinstra auganum út vikuna allavega. Litla snúllan, hún er svo dugleg og fyndin:
Ísold Klara í sumar á Flúðum í
sumabústaðnum hjá ömmu Hönnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28.9.2007
Rás 2 í morgun
Jájá, skráningarnar aukast með hverjum deginum. Var í viðtali í morgun í morgunútvarpi Rásar 2. Gestur Einar hringdi í mig í gær og bauð mér í viðtal vegna Hvað er í matinn? Gekk bara vel hef ég heyrt hjá öðrum, var þar ábyggilega í 10 minútur. Við fögnum allri umfjöllun
Nema hvað, frænka mín hún Hanna Lilja sendi mér loksins myndir úr Glitnis hlaupinu síðan í sumar. Váá hvað var gott veður, þetta var mjög gaman. Engin spurning að ég hleyp aftur á næsta ári, reyna bæta tímann en meir.
Röðin nær langt, hvað er þetta með hjólið?
Klappliðið á endasprettinum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)