Hin umtalaða Símaauglýsing

Já, þegar ég sá hana fyrst sagði ég við sjálfan mig að þessi ætti eftir að ýta við einhverjum.  Og jú, það gerði það, spurning hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið að búa til umtal með þessari markaðssetningu?  Veit ekki.  En ég fékk þetta sent frá félaga mínum sem að rakst á þetta á einhverri bloggsíðu. Leyfi mér hér með að birta þetta :

----------

Jesús var ekki myrtur 

Ný auglýsing frá Símanum hefur aldeilis fengið mikla athygli. Jón Gnarr hefur án þess að hafa nokkur tíma ætlað sér það náð að ergja starfsmenn Biskupsstofu og ég verð að segja að viðbrögð þeirra vekja undrun mína. Það er samt alltaf þannig að menn verða að fá að hafa sína skoðun hvort sem þeir vinna hjá Þjóðkirkjunni eða Vegagerðinni eða hvar annarsstaðar sem er. Halldór Reynisson, fræðslustjóri Biskupsstofu, fór hins vegar með rangt mál á báðum stóru sjónvarpsstöðvunum í gær. Ég þekki Halldór ekki neitt en hann hefur alltaf virkað mjög vel á mig og ég haft á honum mætur. En þegar jafn áberandi maður innan Þjóðkirkjunnar og Halldór er, heldur fram þeirri fullyrðingu að dauði Jesú hafi verið réttarmorð þá get ég ekki hjá því komist að leiðrétta þann misskilning. Morð - hvort sem um er að ræða réttarmorð eða annarskonar morð - hefur það megin innihald að einstaklingur er tekin af lifi án þess að óska þess sjálfur. Líf einstaklings er stytt - líf hans er tekið. Morð eru að mínu mati óafsakanleg og óréttlætanleg. Jesús var hins vegar alls ekki myrtur. Þvert í móti - hann GAF líf sitt fyrir þig og mig. Það gat engin maður tekið líf Jesú, ef Jesú hefði ekki GEFIÐ líf sitt hefði hann aldrei dáið. Fórnardauði Jesú á Golgata var því alls ekki réttarmorð eins og Halldór Reynisson heldur fram. Það besta við dauða Jesú var samt það að hann var ekki dáinn lengi. Á þriðja degi reis hann upp og gaf mér og þér fullan sigur á öllu veldi hins illa. Og hann lifir enn og bíður þess að fá að blessa þig þegar þú gefur honum tækifæri til þess.

Leyfðu sjálfum þér að njóta blessunar Jesú í dag

----------

Umhugsunarvert !


Felix nær fullum styrk

Af visir.is:

Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni.

Hverjum datt í hug að skíra þennan fellibyl "Felix"?  Nafnið þíðir hamingjusamur.  Ekki beint það sem að hann er að gera í Mið-Ameríku !


Fellibylurinn Felix í uppsiglingu á Karabíska hafinu

Felix er nú staddur um 130 km vest norðvestur af Granada og færist í vesturátt á um 30 km hraða á klukkustund.

Whatch out baby...here I come Cool


2 kafli

Ég ákvað að hringja í herbergi þessa unga drengs og svaraði hann.  Ég sagðist vilja tala við kærustu mína og nafngreindi hana (köllum hana bara "X").  Hún kom í símann og neitaði öllu og gat engan veginn talað við mig í símann um þetta mál.  Stutt var í að hún kæmi heim svo við ákváðum að klára þetta þá.  Nokkrum dögum síðar rakst ég á kunningja minn sem að hafði sambönd í undirheimunum og spurði hann mig hvort að ég þekkti X.  Já já, sagði ég.  Þá var gæinn sem að hún var að deita erlendis svo óhress með þetta ástand, taldi að ég væri að ásækja X (komst svo að því að það var sagan meðal allra þarna úti) og var hann svo hræddur um að hún færi heim á undan sér að hann hringdi í þennan kunningja minn (vissi ekki að við þekktumst) og bað hann um að redda sér 2 kraftajötnum til að "sjá um" mig.  Það er nefnilega það, þeir áttu bara að stúta mér sí svona.  Vildi svo til að ég hitti kunningja minn síðar á djamminu og var hann þá með þessum kraftajötnum og leist mér ekkert á þá.   En það semsagt varð ekkert úr þessum slagsmálum.  X kom heim og neitaði þessu öllu saman, allir voru að ljúga og svo vondir við hana.  Ekkert stóðst sem að ég sagði og hafði heyrt frá vinkonum hennar og endaði með því að hún réðst á mig með hendurnar á lofti.  Ég kom mér nú bara út og sá hana ekki í mörg ár eftir þetta.  En nóg um mig, tölum aðeins um þig =)

YMCA á finnsku

Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessu myndbandi.... algjör snilld.  Takið eftir dönsurunum á hliðarlínunni. 

Til að sjá myndbandið smelltu hér


Felix fagnaði sigri í 200 m hlaupi kvenna

Af mbl.is: 

"Allyson Felix frá Bandaríkjunum sigraði í 200 m hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í dag í Osaka í Japan. Hún hljóp á tímanum 21,81 sek. Veronica Campbell frá Jamaíku varð önnur á 22,34 sek, og bronsverðlaunin fékk Susanthika Jayasinghe frá Sri-Lanka sem kom í mark á 22,63 sek. "

Það er eins gott að ég standi undir nafni í næsta Glitnis hlaupi Whistling

Nánar hér


Kafli 1

Vegna fjölda áskorana um meiri skrif um Fatal Attraction verð ég víst að koma með krassandi frásögn frá þessum tíma (sjá fyrra blogg).  Úfff... hvar á ég að byrja.  Málið er það að við vorum saman í nokkur ár, og hættum svo saman því við áttum ekki skap saman.  Ég kynntist stúlku og var smá deit í gangi þar, en svo ekki meir og fór ég að hitta gömlu geitina aftur (ekki hoppa hæð ykkar, þetta slangur var oft notað í vinahópnum yfir hitt kynið!).  Þar sem að sambandsslitin okkar áður voru með svo miklum látum ákváðum við að hafa þetta bara svona fyrir okkur til að byrja með og sjá hvert þetta myndi leiða, og virtist þetta bara ganga nokkuð vel.  Vegna vinnu hennar ferðaðist hún mikið erlendis og var það bara fínt, fá smá pásu svona inná milli.  En þegar líða tók á og ég reyndi að hringja í hana, þá var hún aldrei í sínu herbergi, samstarfsstelpurnar alltaf að svara og sögðu hana ekki við.  Varð frekar grunsamlegt til lengdar, en skýringin frá henni var sú að stelpurnar á herberginu voru svo leiðinlegar við hana að hún flúði burt.  Eitt skiptið hringdi ég og ein stelpa svaraði símanum, og sagði hún við mig að það hafi verið ákveðið að hver sem að myndi svara mér næst ætlaði að segja mér sannleikann.  Ástæðan fyrir því að hún var aldrei í herberginu var sú að hún var í sambandi við annan þarna í starfshópnum...... 
Fylgist með í kafla 2 Devil
Close

Wilson, Hudson og Close

Owen Wilson greyið að jafna sig eftir mishepnaða sjálfsvígstilraun.  Frekar íronískt hvernig lífið er.  Kate Hudson dömpaði þáverandi kærasta sínum til að byrja með Owen, svo dömpar Owen litlu Kate og sér svo eftir öllu saman og að því er virðist taka of stóran skammt.  Hann ætti kannski að lesa "The Secret" til að koma sér aftur á fætur! 
Ég var að deita stelpu hérna í gamla daga, hún var alveg crazy.  Hafið þið séð myndina með Glenn Close og Michael Douglas.... hvað hún heitir aftur? Já, Fatal Attraction.  Karakterinn sem að Glenn Close lék minnir mig alltaf á það samband.... einmitt - crazy.Crying
Fatal Attraction

"Ertu frá þér, veistu hvað hann eyðir?"

Kunningi minn er að gera það gott í atvinnulífinu þessa dagana, er með góð laun og ferðast þó nokkuð á vegum vinnu sinnar.  Í sumar tilkynnti hann mér að hann ætli að kaupa sér Hummer Jeppa, hann eigi það skilið og ætlar bara að kýla á það.  Ég sagði honum að það væru nú til praktískari jeppar fyrir hann, ekki svona stórir þar sem að hann býr og vinnur í sama póstnúmeri.  En það dugði ekkert, Hummer er málið og lét hann panta fyrir sig bíl frá USA.  Ég hef nú ekki séð bílinn en þá, en um daginn hringdi ég í hann og var hann þá erlendis.  Ég sagði honum að láta mig vita þegar hann færi út því að þá gæti ég fengið bílinn hjá honum lánaðan (ég er bíladellukarl).  Það er ekkert mál sagði hann, bíllinn er heima og lyklarnir undir mottunni.  Ég trúði því náttúrulega ekkert og kannaði það ekkert nánar.  Nokkrum dögum síðar töluðumst við saman í síma og spurði hann mig hvort að ég hefði skoðað bílinn.  Ég neitaði því og hélt að hann hefði farið á honum til Keflavíkur.  "Nei ertu frá þér, veistu hvað hann eyðir maður?"  Þá er nú glamorinn farinn af þessu, ekki hægt að keyra bílinn fyrir bensíneyðslu þar sem að hann eyðir auðvitað mest í stuttri keyrslu sem að er einmitt málið í vinnunni hans núna.  Skrýtið, ég hefði þá bara keypt mér minni jeppa.

Who´s your Daddy

Greyið kallinn búinn að vera leita að pabba sínum.  Lítur út fyrir að hann sé hálfbróðir Steingríms Hermannssonar, enda þónokkur svipur með kauðunum.

DNA Niðurstöður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband