Miðvikudagur, 5.9.2007
Hin umtalaða Símaauglýsing
Já, þegar ég sá hana fyrst sagði ég við sjálfan mig að þessi ætti eftir að ýta við einhverjum. Og jú, það gerði það, spurning hvort að þetta hafi alltaf verið markmiðið að búa til umtal með þessari markaðssetningu? Veit ekki. En ég fékk þetta sent frá félaga mínum sem að rakst á þetta á einhverri bloggsíðu. Leyfi mér hér með að birta þetta :
----------
Ný auglýsing frá Símanum hefur aldeilis fengið mikla athygli. Jón Gnarr hefur án þess að hafa nokkur tíma ætlað sér það náð að ergja starfsmenn Biskupsstofu og ég verð að segja að viðbrögð þeirra vekja undrun mína. Það er samt alltaf þannig að menn verða að fá að hafa sína skoðun hvort sem þeir vinna hjá Þjóðkirkjunni eða Vegagerðinni eða hvar annarsstaðar sem er. Halldór Reynisson, fræðslustjóri Biskupsstofu, fór hins vegar með rangt mál á báðum stóru sjónvarpsstöðvunum í gær. Ég þekki Halldór ekki neitt en hann hefur alltaf virkað mjög vel á mig og ég haft á honum mætur. En þegar jafn áberandi maður innan Þjóðkirkjunnar og Halldór er, heldur fram þeirri fullyrðingu að dauði Jesú hafi verið réttarmorð þá get ég ekki hjá því komist að leiðrétta þann misskilning. Morð - hvort sem um er að ræða réttarmorð eða annarskonar morð - hefur það megin innihald að einstaklingur er tekin af lifi án þess að óska þess sjálfur. Líf einstaklings er stytt - líf hans er tekið. Morð eru að mínu mati óafsakanleg og óréttlætanleg. Jesús var hins vegar alls ekki myrtur. Þvert í móti - hann GAF líf sitt fyrir þig og mig. Það gat engin maður tekið líf Jesú, ef Jesú hefði ekki GEFIÐ líf sitt hefði hann aldrei dáið. Fórnardauði Jesú á Golgata var því alls ekki réttarmorð eins og Halldór Reynisson heldur fram. Það besta við dauða Jesú var samt það að hann var ekki dáinn lengi. Á þriðja degi reis hann upp og gaf mér og þér fullan sigur á öllu veldi hins illa. Og hann lifir enn og bíður þess að fá að blessa þig þegar þú gefur honum tækifæri til þess.
Leyfðu sjálfum þér að njóta blessunar Jesú í dag
----------
Umhugsunarvert !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4.9.2007
Felix nær fullum styrk
Af visir.is:
Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni.
Hverjum datt í hug að skíra þennan fellibyl "Felix"? Nafnið þíðir hamingjusamur. Ekki beint það sem að hann er að gera í Mið-Ameríku !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.9.2007
Fellibylurinn Felix í uppsiglingu á Karabíska hafinu
Felix er nú staddur um 130 km vest norðvestur af Granada og færist í vesturátt á um 30 km hraða á klukkustund.
Whatch out baby...here I come
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.9.2007
2 kafli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 31.8.2007
YMCA á finnsku
Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessu myndbandi.... algjör snilld. Takið eftir dönsurunum á hliðarlínunni.
Til að sjá myndbandið smelltu hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 31.8.2007
Felix fagnaði sigri í 200 m hlaupi kvenna
Af mbl.is:
"Allyson Felix frá Bandaríkjunum sigraði í 200 m hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í dag í Osaka í Japan. Hún hljóp á tímanum 21,81 sek. Veronica Campbell frá Jamaíku varð önnur á 22,34 sek, og bronsverðlaunin fékk Susanthika Jayasinghe frá Sri-Lanka sem kom í mark á 22,63 sek. "
Það er eins gott að ég standi undir nafni í næsta Glitnis hlaupi
Nánar hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31.8.2007
Kafli 1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 30.8.2007
Wilson, Hudson og Close
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 29.8.2007
"Ertu frá þér, veistu hvað hann eyðir?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 28.8.2007
Who´s your Daddy
Greyið kallinn búinn að vera leita að pabba sínum. Lítur út fyrir að hann sé hálfbróðir Steingríms Hermannssonar, enda þónokkur svipur með kauðunum.
DNA Niðurstöður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)