Fimmtudagur, 1.11.2007
1 nóvember
Góður dagur í dag. Nóvember mánuður mættur á svæðið. Mér finnst það besti mánuður ársins, enda á ég afmæli þá. Sporðdreki. Fallegur dagur í dag, Bjart og kalt. Mjög passlegt.
Stjörnuspáin í dag:
SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember
Þú ert galdramaður. Þegar þú virðist gera kraftverk, læturðu áhorfendur halda að ósýnilegt afl sé að verki. En í raun hefurðu haft mikið fyrir þessu.
Enda ekki nema von, töfraatriðið mitt er þvílíkt vinsælt í veislum og brúðkaupum. Tímapantanir í gemsann minn, ég er á www.ja.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Creative Halloween Costume Ideas 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26.10.2007
Alicante
Nú er ég ánægður með mig. Pantaði í gær viku ferð til Alicante fyrir okkur hjónaleysin og Ísold Klöru. Litla fjölskyldan bara að skella sér í sólina. Við fórum öll saman síðast um jólin með stórfjölskyldunni minni á skíði. Svo að þetta verður aðeins öðruvísi. Fínt að komast aðeins í heitara hitastig og stytta veturinn, enda búið að rigna núna í hvað.. 3 mánuði liggur við. Svo á ég líka afmæli í nóvember þannig að mér finnst ég eiga þetta skilið
Plúsferðir voru með þvílíkt tilboð á fluginu út, og svo fékk ég gott verð í bílaleigubíl hjá Margréti í Hertz. Þetta er íbúðin: www.sumarogsol.net
Ef þið hafið áhuga á að fara þangað og nýta þessa íbúð þá tek ég líka við pöntunum þar sem að hún er á okkar vegum hér hjá Hvað er í matinn? Já, við erum í hinu og þessu, fjólhæfir strákar og stelpur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25.10.2007
Vinna og fangelsi
Ef ske kynni að þú myndir einhvern tíman rugla þessum tveimur
stöðum saman, þá vildi ég bara gera greinarmun á þeim.
Í fangelsi ... eyðir þú mestum tíma þínum í klefa
sem er 10x10 fet
Í vinnunni ... eyðir þú mestum tíma þínum í bás
sem er 8x8 fet
Í fangelsi ... færðu þrjár máltíðir á dag frítt
Í vinnunni ...færð þú pásu fyrir eina máltíð og þú verður að borga fyrir hana
sjálf(ur)
Í fangelsi ... færðu að sleppa fyrr út ef þú ert dugleg(ur) og
þæg(ur)
Í vinnunni ... færðu meiri vinnu ef þú ert dugleg(ur) og þæg(ur)
Í fangelsi ... opna og loka verðirnir öllum dyrum fyrir þig
Í vinnunni ... þarftu að ganga um með lykla og opna allt
sjálf(ur)
Í fangelsi ... geturðu horft á sjónvarpið og spilað leiki eftir
eigin hentisemi
Í vinnunni ... ertu rekin(n) fyrir að horfa á sjónvarpið og
spila leiki
Í fangelsi ...færðu þitt eigið klósett
Í vinnunni ...þarftu að deila klósetti með samstarfsfólki sem
mígur á setuna
Í fangelsi ...mega fjölskyldan og vinir koma í heimsókn
Í vinnunni ...máttu ekki einu sinni tala við fjölskylduna né
vinina
Í fangelsi ... splæsa skattgreiðendur öllu fyrir þig og þú þarft
ekkert að gera í staðinn
Í vinnunni ... þarftu að borga fyrir allan kostnað og þeir draga
skatt af laununum þínum til að borga undir fangana
Í fangelsi ...verðurðu að þola sadista verði
Í vinnunni ...eru þeir kallaðir yfirmenn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 23.10.2007
Halloween
Nú styttist í Halloween og Thanksgiving í USA. Íslendingarnir sem að bjuggu í Arizona á sama tíma og ég höfum haldið árlegt Thanksgiving party og nú styttist í það næsta. Fyrsta helgin í nóvember er fastur liður hjá okkur. Þá koma allir með í púkkið, stuffed Turkey og allt tilheyrandi. Rakst á þessa mynd tengda Halloween, minnir óneitanlega á partýin sem að voru haldin úti, mörg ansi skrautleg Eigum við að ræða það eitthvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22.10.2007
Priceless
Ég var að svæfa dóttir mína í gær, nú er hún á þessum aldri (3ja ára) að það er allt reynt til að vera vakandi lengur, borða meira, drekka, pissa, meira að segja taka til ! Komið smá pirr í kallinn en reynt að halda kúlinu. Svo voru allir lagstir niður og komið hljóð á alla.... heyrist í snúllunni "Pabbi" og ég reyni að láta pirrið ekki heyrast "Já Ísold Klara"..... "Pabbi ég elska þig".....
... Hjartað í manni bráðnar
Svo hefði pabbi minn átt afmæli í dag, 68 ára en hann lést úr krabbameini 2 maí sl. Hér er afastelpa með afa Gylfa á Húsafelli sumar 2006
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 16.10.2007
Kína næst á dagskrá?
Ef www.hvaderimatinn.is fer til Kína þá er gott að kunna grunninn í Kínversku. Tók kvöldstund í gær og lærði það helsta til að komast af þar úti:
That's not right ........ Sum Ting Wong
Are you harbouring a fugitive ......... Hu Yu Hai Ding
See me ASAP ........ Kum Hia
Stupid Man ........ Dum Fuk
Small Horse ....... Tai Ni Po Ni
Did you go to the beach ........ Wai Yu So Tan
I bumped into the coffee table ..... Ai Bang Mai Fa Kin Ni
I think you need a face lift ........ Chin Tu Fat
It's very dark in here ........ Wai So Dim
I thought you were on a diet ......... Wai Yu Mum Ching
This is a tow away zone ........ No Pah King
Our meeting is cheduled for next week .... Wai Yu Kum Nao
Staying out of sight ......... Lei Ying Lo
He's cleaning his automobile ....... Wa Shing Ka
Your body odor is offensive ....... Yu Stin Ki Pu
Great ........ Fa Kin Su Pah
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15.10.2007
Klukk
Ég var klukkaður af Heiðu og þarf því að upplýsa ykkur um 8 hluti sem að bloggarar vita ekki um mig. So here you go:
- 1. Ég vann rauðvínspottinn á gamla vinnustaðnum í 3ja sinn á 1 ári
- 2. Einn aðili sem ég er í samstarfi við sagði að ég þyrfti að skipta um Attitjúd og að ég væri dónalegur !! Óskiljanlegt miðað við lið númer 5 hér að aftan.
- 3. Ég nartaði í papriku um helgina (borða annars ekki papriku)
- 4. Það eru alltaf pulsur í hádegismat hjá mér á laugardögum, og hefur verið svoleiðis síðan ég man eftir mér.
- 5. Ég tek lífinu ekki of alvarlega og ég er hrifinn af svörtum húmor og fimmaurabröndurum
- 6. Ég og Egill Ólafs erum þremenningar. Útskýrir þessa fögru söngrödd sem að ég er með !
- 7. Ég borgaði 22.500 kr fyrir of hraðann akstur á hringveginum, var á 101 km. Hélt að bíllinn kæmist ekki svona hratt =)
- 8. Ég veit hvar Geirfinnur er !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 15.10.2007
Gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu...........
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á. Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju. Hjónin fóru heim og prófuðu þetta.
Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda. Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:
"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)