Hiti í fólkinu

Hvað er eiginlega að gerast?  Mikill hiti í mönnum þessa dagana, fólk að koma með athugasemdir á blogg til að ná vinsældum til að sýna fram á lélegt blogg kerfi, Aron Pálmi (var kallaður Keiko á Fm957 í morgun) hótað í USA, bremsulaus rúta, slagsmál í miðbænum, íbúðaverð að hækka, verðbólga og lán fylgja með í hækkunum en Kaupþing að lækka (ouch).  Gekk Lotto út um helgina? Ég ætti kannski að kanna miðann minn.  Ef ég blogga ekki meir þá er ég farinn til Hawaii með vinninginn. Aloha.

Þrastaland

 Ísold Klara dóttir mín færðist yfir á "stóru" deildina í dag á leikskólanum sínum.  Löngu áður en hún byrjaði í aðlögun þar var hún farin að segja okkur frá því að hún væri að fara á stóru deildina. Mikil spenna í gangi og oft þegar ég fer með hana á morgnana segir hún: "Ég vil fara í þennan skóla" og bendi á Árbæjarskóla.  En það er nú einhver bið í það.  En nú síðustu 2 daga hefur hún engan veginn viljað fara í leikskólann, "vil ekki fara á stóru deildina" og óskar eftir að vera bara heima í náttfötum!  Það er nú ekki alveg að ganga upp, og hún er nú fljót að gleyma sér þegar hún er byrjuð að leika með hinum krökkunum.  Ætli hún sé ekki bara að kanna hvað hún getur gengið langt með okkur,  þessir krakkar eru sko snjöll í að leika á fullorðna fólkið stundum, það er allavega reynt.

Var í gærkveldi uppí Lágmúla að græja nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins.  Þetta er flott staðsetning og gott útsýni.  Verðum þarna 6-7 manns í góðri stemningu.  Stefnir í að allt verði ready á þriðjudaginn, 28 ágúst.  Þetta er spennandi.  Allt í gangi.


Stuðmenn biðjast afsökunar

Ætli þetta sé gert til að tryggja miðasölu um helgina á næstu tónleikum þeirra?  Hljómar nú svolítið arrogant þessi afsökunarbeiðni og meira í gríni en alvöru.  En þetta var líka alveg hrikalegt þarna á Kaupþings afmælistónleikunum....sjæse.

Stuðmenn biðja þjóðina afsökunar


How NOT to work out

Maður á nú ekki að hlæja að óförum annara, en þetta er nú bara fyndið:


Superbad

Ég sá alveg snilldarmynd í gær í Smárabíó.  Smellti mér á boðsýningu á Superbad og tók hlauparann Oddgeir bróðir með og mágkonu mína (þau eru að nálgast fimmtugsaldurinn) og svo hún Anna sem að gistir hjá þeim þar sem að hún býr á Vopnafirði og er að koma sér fyrir og hefja nám í MH.  Nema hvað, við lágum öll í krampa á þessari mynd. Hún er um 3 nörda sem að eru að klára high school og nú er málið að komast í party, detta í það og finna sér unga snót.  Hljómar eins og American Pie en er ekkert lík henni.  Mæli með þessari ef þú vilt hlæja:

www.areyousuperbad.com/

Superbad

 


Númer 844

Já takk, ég var í númer 844 í mark í 10 km hlaupinu á laugardag, af 2799 manns.  Nokkuð fínt bara, og náði mínu markmiðum, stefndi á 55 mínútur en hljóp á 54.06 svo að ég er mjög sáttur bara.  Við bróðir minn skokkuðum þetta létt á fínum hraða, svo var spretturinn tekinn í lokin inn Lækjargötuna.  Veðrið var auðvitað svo gott að það skemmdi ekki fyrir.  Frænka mín tók myndir af okkur, set þær inn þegar ég hef komist yfir þær.

Fór svo um kvöldið í Borgarnes, tengdamamma mín átti afmæli og bauð okkur í Landnámssetrið í mat og á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson.  Ísold Klara kom með og stóð sig eins og hetja,  sat í fanginu á okkur í 2 tíma og var tekið vel af áhorfendum og aðstandendum sýningarinnar.  Hún er talin vera yngsti áhorfandinn að svo stöddu.  Vorum svo heppinn á leiðinni heim við göngin við Akranes að flugeldasýningin var í fullu gangi í RVK og vorum við því með flott útsýni.

Horfði á tónleikana í TV á föstudag, Bubbi alltaf flottur og til í að skjóta á ríkisstjórnina.  Hélt kannski að útsendingastjórinn klippti á útsendinguna en það kom ekki til þess =)

Ég var útí garði heima hjá okkur með Ísold Klöru í gær, en þar er búið að vera gera upp garðinn fyrir hátt í 12 milljónir og ný leiktæki og körfuboltavöllur.  Tók þá eftir því að það vantaði eitt körfuspjaldið á súluna sem að nýbúið er að steypa niður.  Hún var fest á með rammgerðum festingum og þarf kraftmikið fólk til að taka niður, trúi bara ekki að einhver hafi stolið þessu, vonandi að þetta sé í viðgerð.  Sjáið hér staurinn standa einn og yfirgefinn til vinstri á myndinni.  Óþolandi ef að hlutirnir fá ekki að vera í friði, þetta er jú gert fyrir börnin að leika sér.

e259148_20A


"Einhversstaðar þaddna"

Fór núna í hádeginu að ná í keppnisgögnin í hlaupið á morgun.  Þar var fullt af fólki mætt í Laugardalshöllina að gera slíkt hið sama.  Kom inn og tóku ungar stúlkur á móti mér: "Hvað ætlar þú að hlaupa langt?" Ég sagði 10 km og bentu þær mér á röðina "einhversstaðar þaddna".  Svo ég labbaði áfram og sá engar merkingar, skellti mér í lengstu röðina (sjá hugleiðingar um þessi mál í fyrri færslu) en sem betur fer kallaði félagi minn á mig, hann var kominn framar í réttri röð og skellti ég mér þar inn.  Merkingarnar voru engan veginn til fyrirmyndar, fólk var í vitlausum röðum hægri vinstri og vissu ekkert hvernig þær áttu að snúa sér.  Svo fundust engin gögn um fólkið á undan mér svo að við vorum þarna í 30 min að bíða, og röðin var orðin LÖNG á eftir okkur.  En þetta hafðist allt - ready steady go.

Hvet svo flesta að koma í bæinn á morgun og hvetja.  Einnig hægt að senda inn áheit fram á sunnudag.  Ég hleyp til styrktar krabbameinsfélaginu.  Tileinka þetta hlaup elsku pabba mínum sem að lést úr krabbameini 2 maí sl.Ísold með afa

Í bili.

FELIX


The Secret

Það er voðalega mikið talað um "The Secret" síðustu vikurnar.  Ég er búinn að sjá myndina og er að lesa bókina.  Nokkuð sniðug hugmynd og hvetur fólk til að hugsa jákvætt og laða góða og jákvæða hluti að sér.  Sumt af þessu er kannski aðeins of mikið (krabbameinssjúklingur læknaði sjálfan sig) en annað er eitthvað sem að ég prufaði í gær.  Það er nefnilega sagt að ef maður hugsi neikvæða hluti, þá gerist neikvæðir hlutir fyrir mann.  Ég hef t.d. alltaf lent í lengstu röðinni þegar ég er í búð og veit það vel, þó að ég skipti yfir því að hin virðist ganga betur (svipað og í Office myndinni).  Þannig að ég prufaði þetta í Bónus í gær, og viti menn, það gekk bara nokkuð vel.  Ég ætla alltaf að hugsa þetta núna þegar ég fer að versla, því að ég hef notað þetta líka þegar ég leita að bílastæðum, þá tek ég Dale Carnegie pakkann og finn alltaf gott bílastæði í hæfilegri lengd á stuttum tíma.

Mæli með því að þið prufið þetta.  Bara gaman og gerir lífið skemmtilegra =)

1 dagur í Maraþonið, spenningurinn farinn að segja til sín, ekki mikið sofið í nótt, alltaf hóstandi.  En ég gefst ekki upp.  Tek þetta alla leið.  Já, svona viljum við hafa það Wink


Maraþonið

Í gær hljóp ég 7 km með Oddgeiri bróðir mínum.  Við ætlum að hlaupa 10 km í RVK maraþoni Glitnis.  Hljóp líka 10 km í fyrra og stefni á að bæta tímann eitthvað í þetta skiptið.  Veðrið lítur ágætlega út svo að þetta verður vonandi bara gaman.  Nokkrir félagar mínir taka líka þátt, Erling, Pálmi og Elli skemmtilegi.

Fór líka í sjósund á þriðjudaginn.  Andri Snær félagi minn hringdi og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að koma í Gróttu og synda aðeins.  Ekki spurning, skellti mér í speedo skýluna og setti upp sundhettuna og vorum við rúmar 20 mín í sjónum.  Frekar skemmtilegt og kalt....  Fórum svo í sundlaug Vesturbæjar og hituðum kroppinn í heita pottinum.  Skemmtilegt að sjá að þar var boðið uppá kaffi.  Svo að við hituðum okkur bæði að innan og utan.  Ánægjuleg viðbót hjá þeim í vesturbænum.

Nú er Árbæjarlaug lokuð í 5 vikur held ég, þannig að maður þarf að beina viðskiptum sínum eitthvað annað á meðan.  Kannski að maður fari og prufi nýja heita pottinn hjá Kjartani bróðir.  Hann er víst með nuddi á alla staði líkamans og útvarpi !  Stefni á að fara þangað eftir hlaupið á laugardag.

Er svo að rembast við að setja hérna könnun inn, en hún birtist ekki.  Samt er ekkert sem bendir til þess að hún ætti ekki að gera það.  Vonandi dettur hún inn.

kv

FELIX


Da Cat er mættur á bloggið

Já komiði sæl og blessuð.

Í tilefni dagsins þá ákvað ég að skella mér í bloggheiminn.  Why not?  Ekki að það sé vegna þrýstings frá vinum því að ekki eru margir þeirra að blogga, nema Chrissi ljósmyndari.  Mæli með honum ef þið viljið briljant myndir, helst eru það brúðkaup og börn sem að hann myndar en ábyggilega allt opið www.chris.is/blog  Þetta plögg er ókeypis =)

Jæja, fyrsta færslan komin inn. Ófeimin að láta í ykkur heyra.

kv

FELIX

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband