Mánudagur, 2.6.2008
Er stjórnin að skíta á sig?
Heyrði í gær nýja könnun um að Hanna Birna yrði nýr borgarstjóri skv könnun Capacent. Áður fyrr var hægt að panta tíma hjá borgarstjóra á ákveðnum tímum og útskýrt hvenær þeir væru svo haldnir. En núna á bara að senda email og bíða. Við hér í vinnunni erum búnir að senda tvisvar póst og hringja, en engin svör berast. Ef kosningar væru í vor væri eflaust búið að hitta okkur. Því miður erum við svo fljót að gleyma, að í næstu kosningum gleypum við eflaust við gylliboðunum um loforð um hitt og þetta, þá koma þeir heim til manns og spjalla, en núna næst ekki í neinn. Við erum með hugmynd fyrir RVK borg um sparnað í innkaupum leikskólanna og hagræðingu, veitir víst ekki af nú á tímum kreppu og of fáa starfsmanna á leikskólum... og illa borgaða. En við gefumst ekki upp, við viljum ná augum og eyrum þeirra og gefumst ekki upp fyrr en við náum fundinum. Fyndna er að við hittum aðstoðarmann Villa á sínum tíma, en svo féll stjórnin, þá bókuðum við tíma með Gumma Steingríms, hann var bókaður daginn eftir að Óli F kom inn, svo að sá fundur féll um sjálfan sig. Nú reynum við í þriðju tilraun =)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.