Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 22.1.2008
Villi - Dagur - Óli - Villi í sandkassaleik með Binga
Þetta er nú meiri leikskólaleikurinn. Og sættum við okkur bara við þetta?
Villi platar Óla til að mynda stjórn, stingur Óla í bakið og byrjar með Binga.
Óli segir að Villi hafi svikið sig og sé óheiðarlegur.
Nóvember 2006:
Bingi stingur Villa í bakið og byrjar með Degi og Co
Villi segir að Bingi hafi stungið sig í bakið og sé óheiðarlegur.
Janúar 2007:
Óli stingur Binga og Dag í bakið og byrjar með Villa.
Dagur og Bingi segjast hafa verið stungnir í bakið og hinir strákarnir í sandkassanum séu óheiðarlegir. Well... búfokking búhú
Sjáið þið endurtekningu í þessu? Hefndin er sæt, og hinir aðilarnir koma alveg af fjöllum. En það er einn samnefnari í þessu öllu, og það er Bingi kallinn. Ósáttur við REI og svo jakkafatakaup. Kemur svo í ljós að styrkur til fatakaupa hafi aldrei verið neitt leyndarmál. En þegar þetta kom fyrst upp kannaðist enginn við neitt. Ég er orðinn full þreyttur á þessu. Sérstaklega þegar ég átti fund vegna vinnunnar með Villa í fyrra, svo fór hann úr stjórn, og í dag átti ég fund með Guðmundi Steingríms. en hann féll auðvitað niður. Svo nú þarf ég að fara í 3ja sinn og reyna að ná á Óla og Co. Arghhhh
Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15.1.2008
Tökum flugið saman með Pam Ann
Vinkona mín stendur fyrir þessum skemmtikrafti. Miðað við það sem að ég hef séð á netinu þá er ég búinn að ákveða mig að kaupa miða á Pam Ann. Hvet ykkur til að gera það líka, kostar sama og ekkert =)
Fljúgðu með mér - Pam Ann á Íslandi!
Flugfélag Íslands kynnir, Pam Ann í fyrsta skipti á Íslandi!
Festið sætisólarnar og setjið Gucci og Prada handtöskurnar í farangurshólfið því hin dásamlega töfrandi, glitrandi og frakka flugfreyja fræga fólksins, Pam Ann er að fljúga inn til lendingar í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar í samvinnu við Flugfélag Íslands. Pam Ann er hugarfóstur ástralska grínistans Caroline Reid og hefur ferðast um allan heim fyrir fullu húsi með sýningar sínar. Hún skemmtir reglulega í einkaþotu Elton John og Madonna er mikill aðdáandi og segir hana "illkvittnislega fyndna"
Klædd í Gucci, Pucci og Fiorucci er Pam Ann dáð um allan heim af flugáhöfnum fyrir að segja allt sem þær dreymir um að láta út úr sér en myndu aldrei þora. Hún fer með ykkur í ótrúlega ferð frá brottför til lendingar eins og henni einni er lagið. Pam tekur á samkeppni á milli flugfélaganna um bestu þjónustuna, fallegustu flugfreyjurnar og best klæddu farþegana. Pam Ann sýnir enga miskunn og farþegar á fyrsta farrými hafa alltaf forgang.
Ekki missa af þessum frábæra skemmtikrafti í fyrsta sinn á Íslandi. Í bígerð er sjónvarpsþáttur um Pam Ann svo víst er að þið munið heyra meira af henni í framtíðinni!
www.pamann.com
Sýningar
Hvenær: | Fimmtudaginn 31. janúar, 2008 |
Hvar: | Tjarnarbíó |
Verð: | 2500kr. |
Miðasala: |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9.1.2008
Hvað er í matinn?
Nú er akkúrat sá tími sem að allir eru búnir að fá nóg af hátíðarmat og vilja fara í fiskinn og eitthvað léttmeti. Og hvað gerir maður þá? Skráir sig á www.hvaderimatinn.is og málið leyst. Það er greinilegt að þetta er að virka því að við erum komin yfir 4.000 meðlimi sem er bara hið besta mál. Stefnum við á að opna í Danmörku í febrúar - mars. Og núna í jan - feb ættu ýmsar uppfærslur að vera komnar inn á vefinn hjá okkur þar sem leitarvél og fleira áhugavert og spennandi kemur í ljós.
Ert þú búin/n að skrá þig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 7.1.2008
Áhugaverð leiktæki
Þetta er ansi skemmtilegur sleði fyrir börn, halda bara fast í hlutinn sem að stendur þarna uppúr og láta sig gossa. Afhverju? Hvað varst þú að hugsa?
Fyrir utan frægu LEGO kubbana eru til fullt af tegundum um allan heim af öðrum kubbum. En enginn þeirra er eins frústrerandi og Cock Bloc Super =)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7.1.2008
Fluttur til Arizona
Tíminn er fljótur að líða. Í dag eru 10 ár síðan að ég flutti í eyðimörkina í Arizona til að hefja markaðsfræði nám, þá bara 24 ára strákur að fara og meikaða =)
Þetta var frábær tími, námið tók 4 ár og svo vann ég hjá eMarketing í tæpt ár, en mér var boðið vinna hjá þeim í einu partýi sem að ég var í hjá írskri vinkonu minni, en hún vann þar líka. Ég var í einhverjum samræðuhóp og segja skemmtilegar sögur og hugmyndir og tók eigandi eMarketing sig bara til og bauð mér vinnu! Ég þurfti nú ekkert að hugsa mig lengi um og sló til, nógu erfitt að fá vinnu þarna úti og þetta því kjörið tækifæri og flott reynsla. Ég byrjaði strax um sumarið árið áður en ég útskrifaðist og vann með skólanum, og fór svo í fullt starf í janúar 2002, en ég útksrifaðist desember 2001.
Útskriftarferðin var í Las Vegas, við fórum 4 íslenskir félagar saman og áttum ótrulega skemmtilega helgi sem að líður seint úr minni.
Tíminn í Arizona er ógleymanlegur, kynntist fullt af góðu fólki og reynsla að vera þarna úti og plumma sig er "priceless" . Svo erum við nokkrir íslendingar sem að eru núna flutt aftur heim, við höldum árlega Thanksgiving dinner í nóvember, allir koma með í púkk og skemmtum okkur vel saman.
Gaman af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4.1.2008
Ég ætla að vera eins og Britney Spears...
Eða þannig.
Sá þetta myndband á visir.is Ótrúlegt hvað paparazzarnir eru margir og siðlausir. Þeir eru eins og maurar í mauraþúfu. Það er ekki hægt að setja sig í spor fræga fólksins, en þarna fær maður innlit í það hvernig þetta er þegar farið er út úr húsi. En þessar myndir eru frá því þegar hún var flutt á sjúkrahús í morgun eftir að hafa neitða að afhenda syni sína til K-Fed.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4.1.2008
Áramótaheit
Gleðilegt ár öllsömul.
Ég hef svosem nokkrum sinnum gert áramótaheit, stundum fylgt þeim eftir, stundum ekki. Reyni frekar bara að vera heilbrigður og almennilegur við aðra allt árið. Ég hef t.d. gefið blóð reglulega í nokkur ár og hvet ykkur til að gera það að áramótaheiti ykkar 2008. Svo almennilegt fólkið sem vinnur þar og ágætis veitingar sem að maður fær í lokin . Og svo líður manni svo vel eftir þetta að hafa lagt eitthvað af mörkum til að aðstoða aðra sem að þurfa á því að halda. Þetta er allavega ein leið til þess að gera góðverk því í amstri dagsins er maður oft að hugsa um eigið skinn og gleymir hversu gott maður hefur það.
kv
FELIX
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27.12.2007
Hvít jól
Jæja, þá er hin mikla matarhátíð að líða undir lok. Mikið búið að borða þessa dagana og lítið hreyft sig. Við skreyttum jólatréð snemma í ár, eða viku fyrir aðfangadag. Ég setti jólaljósin á en Ísold fékk svo að skreyta eins og hún vildi, svo að allar rauðu jólakúlurnar eru á einni grein, og þær gylltu á annari hinum megin við tréð, svo er skraut hér og þar. Skiptir engu máli, bara að hún hafi gaman að þessu.
Við vorum í fyrsta sinn að halda jólin bara 3 heima hjá okkur, og var það bara mjög fínt. Koma upp okkar eigin hefðum og bragðaðist maturinn bara vel og allir sáttir. Fór svo í Hjálpræðisherinn og gaf eitt stk Hamborgarhrygg og annað af Hangikjeti, kippu af Malti og kippu af Appelsín. Látta gott af sér leiða, mikill fjöldi sótti þangað í ár svo að þau voru fegin að fá mat. Fór svo í kirkjugarðinn hjá ömmu í Fossvogi, og svo til pabba í Gufunesgarð.
Svo á jóladag var 3ja rétta matarboð hjá tengdó, 20 manns í mat þar og valt maður hreinlega út - vegna ofáts, ekki drykkju =) og á annan í jólum var hjá mömmu matarboð. Líka 20 manns. Skrýtið að hafa ekki pabba þar, en þetta hafðist allt með góða skapinu =)
Ég fékk diskinn með Pál Óskar, og eiginhandaráritun spes til mín...heheh... Ísold er alvega að fíla hann í botn, by the way hún er 3ja ára. Kann textann af International og syngur hástöfum með. Hún kemur með á næsta ball með honum
Og ánægðastur er ég með snjóinn.... þvílíkt jólalegt og skemmtilegt að fá snjóinn, því meira því betra segi ég. Kemst vonandi á skíði um helgina.
Hafið það gott um áramótin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 19.12.2007
Robbie Williams í jólastuði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17.12.2007
RÚV fær afskráðar skuldir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)