Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 11.2.2008
Stuðarabrandari
Ætli lánið hennar Hillary hafi borgað þessa herferð í kosningabaráttunni ? En þessi barátta verður spennandi.
Margir góðir brandarar koma af stuðaralímmiðum í USA:
Monica Lewinsky´s X-Boy friend´s Wife for President
Obama sigraði í Maine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7.2.2008
Og þessi blogg síða er í boði.....
Nova, allavega eins og er. Kannski ég fái spes díl hjá þeim ef ég versla hjá þeim ->
Og hvað kemur næst, ekki vil ég fá táfýlu krem sem auglýsingu hér inn !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 6.2.2008
Ætli Leikbær hafi selt þetta..?
Með hnífasett í bakinu á öskudegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5.2.2008
Oft má salt kjöt liggja, sagði kellingin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 3.2.2008
Við erum Bjartasta vonin =)
Vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu s.l. föstudag. Á undan var áhugaverð ráðstefna og svo var verðlaunaafhending. Þetta dróst svoldið á langinn og var Kalli Örvars veislustjóri með misgóða brandara. Enda erfitt crowd, tölvunörðar og viðskiptafólk. En, síðasti flokkurinn var "Bjartasta vonin" og er mér sönn ánægja að segja frá því að www.hvaderimatinn.is hlaut þau verðlaun. Þetta er frábært "boost" fyrir okkur sem að stöndum að vefnum og mun klárlega hjálpa okkur í framtíðinni að koma honum á framfæri. Við þökkum SVEF og dómnefndinni fyrir okkur. Fylgist með, því innan 2ja mánaða kemur uppfærður vefur með fullt af flottum fídusum =)
Umsögn dómnefndar:
Bjartasta vonin í ár er kærkomin okkur nútímafólkinu sem er þjakað af stressi og tímaskorti því öll þurfum við að nærast. Hugmyndin að baki vefsins er áhugaverð og gamanað sjá hvernig möguleikar vefsins til miðlunar og gagnvirni eru vel nýttir eins og skipulagningu matseðils með vali á helstu matartegundum og möguleika á að sjá klippur úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð. Bjartasta vonin í ár lumar á kræsilegum uppskriftum og svarar spurningunni: ,,Hvað er í matinn? ásamt fjölda annarra spurninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 30.1.2008
Bjartasta vonin
Okkur hjá Hvað er í matinn? vorum að fá ánægjulegar fréttir, en nú á föstudag eru Íslensku Vefverðlaunin og er vefurinn okkar tilnefndur í hópinn "Bjartasta vonin". Í tilkynningu segir:
"Bjartasta vonin" er flokkur á verðlaunahátíðinni í ár þar sem dómnefndin fékk frjálsar hendur til að veita sérstök verðlaun til þeirra sem hafa sýnt miklar framfarir á liðnu ári, nota nýjustu tækni á frumlegan máta eða hafa óhefðbundnar nálganir að viðfangsefnunum.
Nú er bara krossa fingur og hugsa "The Secret" til okkar á föstudag
Sjá gamalt viðtal við mig hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 29.1.2008
Grínið heldur áfram
Jon Stewart sýnir seinni hluta grínsins í þættinum: The Daily Show with Jon Stewart. Nú er það Operation Deserter Storm, Part 2.
Myndbandið sýnt hér
Clinton og Obama þóttust ekki sjá hvort annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29.1.2008
Ádeila á keðjubréf:
Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar upp að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000 $ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið exclusivur þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum $ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa alveg sérstök sál.
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir.
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. Að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kamedýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil.
Ástarkveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24.1.2008
Nú reynir á Óla F.
Þetta er orðið staðreynd, kallinn mættur í borgarstjórastólinn. Auðvitað er þetta búið að vera skrípaleikur, en nú þurfa þau að standa sig. En mér finnst óþarfi að ráðast á Óla sem persónu og tala um einhver veikindi sem að fáir vita hver voru. Eins og einn sagði á Bylgjunni í morgun, hann er sá eini með vottorð frá lækni að hann sé vinnuhæfur... það hafa hinir ekki =)
Mynd af mbl.is (RAX)
Snýst um málefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 23.1.2008
Grín gert að íslendingum í amerískum gamanþætti
Jon Stewart er fyndinn náungi. Hann er með þátt í USA sem heitir The Daily Show with Jon Stewart og er á Comedy Central. Hér er klippa úr þætti hans þar sem að fréttamaður á hans vegum fer til Íslands til að draga okkur aftur inní stríðið. Mjög fyndið. Smelltu hér til að horfa á það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)