Snillingurinn dóttir mín

Þetta á ábyggilega við alla foreldra, að finnast börnin sín einstök og frábær.  Við Ísold Klara vorum ein í kotinu á laugardaginn og byrjuðum daginn á því að fara í leikskólann hennar að mála piparkökur. Fórum svo heim og hengja upp jólaljós.  Þá kom í útvarpinu jólalag með Boney M, og ég man eftir myndbandinu af þessu lagi, að þá voru þau með svakalega danstakta í gangi.  Mætti halda að Ísold Klara hafi séð myndbandið á sínum tíma, því hún rauk á mig og bað mig að dansa við sig á dansgólfinu. Við byrjuðum að dansa og hún með taktana alveg á hreinu, dillaði bossanum útí loftið og veifaði höndunum.  Ég sprakk úr hlátri og við hlógum og dönsuðum út allt lagið. Þá bað hún mig að lesa Litlu Ljótu Lirfuna, sem hún kann utanað, og byrjaði að lita sjálf á meðan.  Ég var rétt búinn með fyrstu setninguna þegar hún tók við lestrinum og sagði næstu 4 setningar alveg eins og þær eru í bókinni.  Vááá sagði ég, rosalega ertu dugleg ástin mín.  "Já ég veit" sagði hún hógvær  Grin

Hún fór svo í pössun hjá frænku sinni og bakaði piparkökur á meðan ég fór á tónleikana með Bo Hall. Þeir voru bara flottir. 

Svo þegar við fórum að lúlla skreið hún uppí og tók utan um mig og sagði "pabbi ég elska þig".  Maður verður aldrei þreyttur á að heyra það.  Skellti mér svo á skíði í Bláfjöll á sunnudag, en það er bara ekki það sama þegar maður er búinn að skíða erlendis.  Svo það var stutt stopp. 


Jólakortið í ár

Vinkona mín frá Arizona sendi mér jólakort. Þetta fær mann til að hlæja Grin  Ég aðlagaði þetta að fjölskyldunni minni og hér er niðurstaðan:

Sjá hér 


Alicante var snilld

Jæja, þá er maður mættur úr 20 stiga hita og sól, beint í snjóinn =)

En ferðin var fín, reyndar lá ég veikur einn dag og kærasta mín 3 daga. Hinir voru bara við sundlaugarkantinn og á ströndinni. Hitinn var fínn yfir daginn en svoldið kalt á kvöldin og nóttunni. Ísold Klara var alveg að fíla þetta og átti alveg snilldarsetningar og frasa. Fyrsta sem hún sagði þegar við komum út úr íbúðinni "váá hvað er fallegt hérna". Svo vildi hún ekkert fara frá Spáni, var alveg sátt þarna.  Lentum í þónokkrum mótvindi á leiðinni heim og þurftum að millilenda í Englandi til að taka bensín, svo að í stað að lenda kl. 2 á miðvikudagsnótt lentum við um 5 leytið. Svo að það var smá þreyta daginn eftir, en allt í góðu. Set nokkrar myndir inn um helgina. 


Á Spáni er gott að djamma og....

.... adios Grin


Viðtalið á Bylgjunni

Viðtalið á Bylgjunni í morgun er þokkalega að skila sér. Ég var í símaviðtali um kl. 7:20 í morgun við Heimi og Kollu vegna www.hvaderimatinn.is og viðbrögðin hafa ekki staðið á sér. Skráningar það sem af er morgni hafa slegið öll met og tikkar áfram.  Við erum mjög ánægð með þetta og erum að undirbúa jólaútlitið sem að kemur 1 des. Og fljótlega eftir áramót verður fullt af nýungum bætt við svo fylgist með.

HEIMbanner

Vegna "fjölda" áskorana er hér viðtalið =)  


Heima lasinn...

.... sniff sniff.  Náði mér í streptakokka og hita um helgina. En er að ná mér. Eins gott. Spánn á miðvikudaginn. Húhaa.

Nýtt útlit á mbl.is fer misjafnlega í fólk. Sama var með visir.is þegar þeir breyttu útlitinu. En þetta venst allt saman grunar mig. Tekur nokkra daga.

Fer annars í viðtal við Heimi og Kollu í bítið á Bylgjunni í fyrramálið kl. 7:20 vegna www.hvaderimatinn.is, gaman að því og vonandi heyra sem flestir og skrá sig á síðuna Smile


Dagbjört lendir í Capone bræðrum

Þessi útvarpshrekkur er snilld.  Flottur áður en þið farið inní helgina. Strákarnir á RVK FM (Capone) voru með opinn símatíma þegar Dagbjört hringdi inn og hélt hún hefði náð sambandi við fyrirtækið Nastar. Strákarnir voru fljótir að grípa það á lofti og sendu hana síðan á milli sín í rúmar fimm mínútur.

Hlusta á hrekk hér 

 


Megaklúður Dominos

Við hjónaleysin ákváðum í gær að taka þátt í Megaviku Dominos.  Pöntuðum 2 hot wings skammta, 1 kartöflubáta og 1 Combo bakka.  Ranch sósur með öllu nema Hunangssósa með combóinu. Hringdum um kl. 18:00 og mátti ég koma 10 min. síðar á Höfðabakkann til að sækja. 

headerLogoÉg var kominn þangað um 18:20 og var bókstaflega troðið þar inni. Halarófuröð en gekk þokkalega. Loksins kom að mér og ég borgaði ég pakkann kl. 18:45.  Kom heim með þetta allt svoldið kalt, og þá vantaði 3 ranch sósur.  Vængir eru ekki þeir sömu án sósunnar, það er alveg á hreinu. Ég hringdi og talaði við vaktsjóra, hún vildi endilega senda mér sósu og ég spurði hvort það tæki ekki óratíma.  Nei nei, sendi með næstu ferð. Ok sagði ég og við biðum í smá stund, svo fórum við að narta í matinn og endanum var hann búinn. Fann BBQ sósu í ískápnum hjá okkur og notuðumst við hana.  Kl. 20:15 kom sósan. (klukkutíma eftir að ég hringdi). Ég var nú bara búinn að gleyma henni.  Og maturinn auðvitað löngu búinn.  Ég hringdi og sá vaktstjórinn að þetta var ekki hægt. Fæ fría pizzu hjá þeim næst.


Hvaða lit vilt þú?

Hérna eru 2 flott myndbönd sem þið verðið að skoða: En nauðsynlegt að skoða þetta efra fyrst og svo það sem er fyrir neðan =)

 

 


Talar Toys´r´us íslensku?

Sá að Toys´r´us er að auglýsa eftir fólki til starfa í sunnudagsblaði Fbl.  Voðalega hvimleitt þegar áberandi stafsetningarvillur er látnar fara fram hjá sér áður en birting er.  Sá reyndar líka þegar opnunin var kynnt að þá voru villur, vantaði sér íslenska stafi og í stað að skrifa "Sími" stóð "Tel.f". Greinilegt að auglýsingin er unnin erlendis eftir ákveðnum stöðlum og íslensku stafirnir ekki að skila sér.  T.d. í atvinnuauglýsingunni er orðinu "auglýsum" skipt rangt í fyrirsögninni:

"Þess vegna auglý-

sum við nú eftir..."  

Og aðeins neðar:

"Við viljum ein-

nig þakka fyrir tillitsemina..."

 Einnig er "nýungar" ekki skrifað "nýjungar" með joði síðast þegar ég vissi. Þarna eru bara 3 villur sem að ég sé í fljótu bragði. Held að þeir ættu að fjárfesta í prófarkarlesara áður en svona er látið í loftið.  Já, þetta pirrar mig bara Wink  Sérstaklega þegar dagur íslenskrar tungu var í síðustu viku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband