1.000.000 kr í afslátt

Einu sinni auglýsti Brimborg notaðir bílar heilsíðu auglýsingu með yfirskriftinni "1.000.000 kr í afslátt". Sá afsláttur var á einum bíl, Lexus lúxusbíl.  Allir hinir voru á minni afslætti. Þetta var gert til að ná athygli. En ég skil vel meininguna hjá Agli og gaman að sjá hann aftur á blogginu.  Fréttasnáparnir hefðu átt að kafa svona ofan í þetta eins og Egill gerði. Nú er alltaf verið á gráa svæðinu til að ná í kaupendur, en það má auðvitað ekki ljúga.
mbl.is Yfirlýsing frá Brimborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Felix

Ég er ekki svo viss um að þú skiljir en ég mun glaðir upplýsa þig. Hver og einn notaður bíll er einstakur og er metinn út frá því ólíkt nýjum bílum þar sem öll eintökin eru eins.

Því er algengt form á auglýsingum notaðra bíla að vera með nokkra bíla í auglýsingu, birta þar lýsingu á bílnum, ásett verð, tilboðsverð og fleira. Eðli málsins samkvæmt er afsláttur mismunandi en lykil punkturinn í því er að það sé skýrt að umræddur afsláttur eigi bara við þennan tiltekna bíl og engan annan.

Ekkert er því gefið í skyn um að samskonar afsláttur eigi við einhvern ótilgreindan fjölda annarra bíla heldur bara þennan bíl.

Egill Jóhannsson, 9.5.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Felix G

Takk fyrir það Egill.  Þetta var góður og skemmtilegur tími þegar ég var með ykkur, gangi ykkur vel í baráttunni.

kv

FELIX 

Felix G, 9.5.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband