Tom Jones baby

Það var fínn birgi sem að bauð okkur út á föstudagskvöldið síðasta.  Vorum sótt í Bónusvideo
höfuðstöðvarnar kl. 18:30 þegar við vorum búin að gæða okkur á einum köldum. Og það var ekkert
minna en Hummer limma sem að flutti okkur aðeins um bæinn og svo í höfðustöðvar birgjans. Þar
var tekið vel á móti okkur og fullt af köldum fljótandi veitingum í boði. Dúndur múskik í gangi,
Robbie Williams á tónleikum o.fl. góðir.  Stuttu seinna var matur borinn á borð og var ekkert
til sparað.

Svo stuttu síðar var farið í lókal party á einn af skemmtisöðum Reykjavíkur, og haldin einka-
karókí keppni.  Það var enginn annar en Sverrir Stormsker sem að var gestadómari og stóð sig eins
og hetja.  Og þegar ég er komin á þriðja bjór og karókí í boði þá er ekkert annað en að taka upp
Tom Jones taktana og syngja Delilha. 152_22March2006 

 

Það heppnaðist svo einstaklega vel og náði góðri stemingu
í salnum að ég tók heim verðlaun fyrir Bestu sviðsframkomuna. Nærbuxurnar voru fljúgandi uppá svið
(ok kannski ekki alveg) en þetta var gaman. Svo var okkur skutlað neðar í miðbæinn þar sem
skemmtunin hélt áfram fram á nótt.

Mikið gaman, mikið fjör. Og hér er Tom í öllu sýnu veldi....húhaaa...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný M

Og við sálargellurnar erum enn í gírnum.....magnað föstudagskvöld.....en við rákumst ekki á þig!

Guðný M, 18.3.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband