Við erum Bjartasta vonin =)

bjartasta_tilnefn

Vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu s.l. föstudag. Á undan var áhugaverð ráðstefna og svo var verðlaunaafhending. Þetta dróst svoldið á langinn og var Kalli Örvars veislustjóri með misgóða brandara. Enda erfitt crowd, tölvunörðar og viðskiptafólk.  En, síðasti flokkurinn var "Bjartasta vonin" og er mér sönn ánægja að segja frá því að www.hvaderimatinn.is hlaut þau verðlaun.  Þetta er frábært "boost" fyrir okkur sem að stöndum að vefnum og mun klárlega hjálpa okkur í framtíðinni að koma honum á framfæri. Við þökkum SVEF og dómnefndinni fyrir okkur. Fylgist með, því innan 2ja mánaða kemur uppfærður vefur með fullt af flottum fídusum =)

Umsögn dómnefndar:
Bjartasta vonin í ár er kærkomin okkur nútímafólkinu sem er þjakað af stressi og tímaskorti því öll þurfum við að nærast. Hugmyndin að baki vefsins er áhugaverð og gamanað sjá hvernig möguleikar vefsins til miðlunar og gagnvirni eru vel nýttir eins og skipulagningu matseðils með vali á helstu matartegundum og möguleika á að sjá klippur úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð.  Bjartasta vonin í ár lumar á kræsilegum uppskriftum og svarar spurningunni: ,,Hvað er í matinn? ásamt fjölda annarra spurninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Til lukku. Þessi vefur á þetta fyllilega skilið.

Sigrún Óskars, 6.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband