Mánudagur, 7.1.2008
Fluttur til Arizona
Tíminn er fljótur að líða. Í dag eru 10 ár síðan að ég flutti í eyðimörkina í Arizona til að hefja markaðsfræði nám, þá bara 24 ára strákur að fara og meikaða =)
Þetta var frábær tími, námið tók 4 ár og svo vann ég hjá eMarketing í tæpt ár, en mér var boðið vinna hjá þeim í einu partýi sem að ég var í hjá írskri vinkonu minni, en hún vann þar líka. Ég var í einhverjum samræðuhóp og segja skemmtilegar sögur og hugmyndir og tók eigandi eMarketing sig bara til og bauð mér vinnu! Ég þurfti nú ekkert að hugsa mig lengi um og sló til, nógu erfitt að fá vinnu þarna úti og þetta því kjörið tækifæri og flott reynsla. Ég byrjaði strax um sumarið árið áður en ég útskrifaðist og vann með skólanum, og fór svo í fullt starf í janúar 2002, en ég útksrifaðist desember 2001.
Útskriftarferðin var í Las Vegas, við fórum 4 íslenskir félagar saman og áttum ótrulega skemmtilega helgi sem að líður seint úr minni.
Tíminn í Arizona er ógleymanlegur, kynntist fullt af góðu fólki og reynsla að vera þarna úti og plumma sig er "priceless" . Svo erum við nokkrir íslendingar sem að eru núna flutt aftur heim, við höldum árlega Thanksgiving dinner í nóvember, allir koma með í púkk og skemmtum okkur vel saman.
Gaman af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.