Fimmtudagur, 27.12.2007
Hvít jól
Jæja, þá er hin mikla matarhátíð að líða undir lok. Mikið búið að borða þessa dagana og lítið hreyft sig. Við skreyttum jólatréð snemma í ár, eða viku fyrir aðfangadag. Ég setti jólaljósin á en Ísold fékk svo að skreyta eins og hún vildi, svo að allar rauðu jólakúlurnar eru á einni grein, og þær gylltu á annari hinum megin við tréð, svo er skraut hér og þar. Skiptir engu máli, bara að hún hafi gaman að þessu.
Við vorum í fyrsta sinn að halda jólin bara 3 heima hjá okkur, og var það bara mjög fínt. Koma upp okkar eigin hefðum og bragðaðist maturinn bara vel og allir sáttir. Fór svo í Hjálpræðisherinn og gaf eitt stk Hamborgarhrygg og annað af Hangikjeti, kippu af Malti og kippu af Appelsín. Látta gott af sér leiða, mikill fjöldi sótti þangað í ár svo að þau voru fegin að fá mat. Fór svo í kirkjugarðinn hjá ömmu í Fossvogi, og svo til pabba í Gufunesgarð.
Svo á jóladag var 3ja rétta matarboð hjá tengdó, 20 manns í mat þar og valt maður hreinlega út - vegna ofáts, ekki drykkju =) og á annan í jólum var hjá mömmu matarboð. Líka 20 manns. Skrýtið að hafa ekki pabba þar, en þetta hafðist allt með góða skapinu =)
Ég fékk diskinn með Pál Óskar, og eiginhandaráritun spes til mín...heheh... Ísold er alvega að fíla hann í botn, by the way hún er 3ja ára. Kann textann af International og syngur hástöfum með. Hún kemur með á næsta ball með honum
Og ánægðastur er ég með snjóinn.... þvílíkt jólalegt og skemmtilegt að fá snjóinn, því meira því betra segi ég. Kemst vonandi á skíði um helgina.
Hafið það gott um áramótin.
Athugasemdir
Rosa flott með snjóinn en ég er ekki eins kát yfir veðrinu! Gleðilega hátíð!
Guðný M, 31.12.2007 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.