Snillingurinn dóttir mín

Þetta á ábyggilega við alla foreldra, að finnast börnin sín einstök og frábær.  Við Ísold Klara vorum ein í kotinu á laugardaginn og byrjuðum daginn á því að fara í leikskólann hennar að mála piparkökur. Fórum svo heim og hengja upp jólaljós.  Þá kom í útvarpinu jólalag með Boney M, og ég man eftir myndbandinu af þessu lagi, að þá voru þau með svakalega danstakta í gangi.  Mætti halda að Ísold Klara hafi séð myndbandið á sínum tíma, því hún rauk á mig og bað mig að dansa við sig á dansgólfinu. Við byrjuðum að dansa og hún með taktana alveg á hreinu, dillaði bossanum útí loftið og veifaði höndunum.  Ég sprakk úr hlátri og við hlógum og dönsuðum út allt lagið. Þá bað hún mig að lesa Litlu Ljótu Lirfuna, sem hún kann utanað, og byrjaði að lita sjálf á meðan.  Ég var rétt búinn með fyrstu setninguna þegar hún tók við lestrinum og sagði næstu 4 setningar alveg eins og þær eru í bókinni.  Vááá sagði ég, rosalega ertu dugleg ástin mín.  "Já ég veit" sagði hún hógvær  Grin

Hún fór svo í pössun hjá frænku sinni og bakaði piparkökur á meðan ég fór á tónleikana með Bo Hall. Þeir voru bara flottir. 

Svo þegar við fórum að lúlla skreið hún uppí og tók utan um mig og sagði "pabbi ég elska þig".  Maður verður aldrei þreyttur á að heyra það.  Skellti mér svo á skíði í Bláfjöll á sunnudag, en það er bara ekki það sama þegar maður er búinn að skíða erlendis.  Svo það var stutt stopp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Felix G

Já, maður lítur út fyrir að vera með einhvern derring.... hello... koma svoo... heheh... gaman að þessu =)

Felix G, 11.12.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband