Föstudagur, 7.12.2007
Alicante var snilld
Jæja, þá er maður mættur úr 20 stiga hita og sól, beint í snjóinn =)
En ferðin var fín, reyndar lá ég veikur einn dag og kærasta mín 3 daga. Hinir voru bara við sundlaugarkantinn og á ströndinni. Hitinn var fínn yfir daginn en svoldið kalt á kvöldin og nóttunni. Ísold Klara var alveg að fíla þetta og átti alveg snilldarsetningar og frasa. Fyrsta sem hún sagði þegar við komum út úr íbúðinni "váá hvað er fallegt hérna". Svo vildi hún ekkert fara frá Spáni, var alveg sátt þarna. Lentum í þónokkrum mótvindi á leiðinni heim og þurftum að millilenda í Englandi til að taka bensín, svo að í stað að lenda kl. 2 á miðvikudagsnótt lentum við um 5 leytið. Svo að það var smá þreyta daginn eftir, en allt í góðu. Set nokkrar myndir inn um helgina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.