Engar brúðkaupsgjafir

Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálma óska eftir að verðmæti brúðkaupsgjafa renni til Sólarsjóðsins sem að er sjóður fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra.  Sagt er í Sirkus í dag að þetta mun létta mörgum veislugestum byrðina þar sem að erfitt var að ákveða hvað ætti að gefa þeim, fólki sem að er með nóg á milli handanna og á eflaust marga hluti. 

bildeÞetta er gott framtak og er ég ánægður með þetta hjá þeim.  Ég hef oft heyrt að Jóhannes í Bónus sé duglegur að koma fram með gjafir og fleira fyrir bágstadda þegar að dapur fréttaflutningur hefur verið um Bónus, og nú undanfarið hefur auðvitað verðstríðið verið mikið í umræðunni, en boðskortin fóru út fyrir nokkru síðan. Reyndar bara dagsetning og svo nánari upplýsingar síðar.  Er þetta allt ein heljarinnar markaðsherferð eða bara plain and simple góðmennska? Já, ég held það síðarnefnda sé nú málið... eða vona það allavega =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband