Orðabók fyrir tilvonandi eiginmenn

Áður en stóra skrefið er tekið, þá verðum við að átta okkur á nokkrum staðreyndum.  Það sem að frúin segir er ekki alltaf sem hún meinar.  Sjá útskýringar meðfylgjandi:

 

Við verðum = Ég vil

Þú ræður = Þér ætti að vera orðið ljóst hvað ég vil

Gerðu það sem þú vilt = Ég næ mér niður á þér síðar

Við þurfum að ræða saman = Ég þarf að leggja fram nokkrar kvartanir

Ég er ekkert æst = Auðvitað er ég æst, fávitinn þinn

Ég er ekkert tilfinningasöm, ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu = Ég er á túr

Slökktu ljósin = Ég er ekki sátt við sjálfa mig

Bílinn er að verða bensínlaus = Farðu og fylltu tankinn

Ruslapokinn er fullur = Farðu út með ruslið

Hundurinn er að gelta = Farðu fram úr og athugaðu hvort eitthvað sé að

Okkur vantar ný gluggatjöld = ...og parket og málningu og húsgögn og teppi...

Mig vantar nýja skó = Ég kann ekki lengur við hin 40 pörin

Þú verður að læra að tjá þig = Vertu bara sammála mér, það er auðveldara

Ertu að hlusta = Of seint, þú ert búinn að vera

Þetta er allt í lagi = Þú færð að borga fyrir þetta síðar

= Nei

Nei = Nei

Kannski = Nei

Fyrirgefðu = Þú átt eftir að sjá eftir þessu

Hvernig finnst þér maturinn = Það er fljótlegt að búa þetta til svo það er best fyrir þig að venjast honum

Var barnið að gráta = Drullaðu þér á lappir og sinntu barninu

Ég er ekki að öskra = Ég er að öska af því það er mikilvægt sem ég er að segja

Elskaru mig? = Ég er rétt bráðum að fara að biðja þig um nokkuð sem kostar drjúgan pening

Hvað elskaru mig mikið? = Ég gerði nokkuð í dag sem þú átt eftir að hata mig fyrir

Ég verð enga stund = Farðu úr skónum og komdu þér vel fyrir fyrir framan sjónvarpið á meðan þú bíður

Er rassinn á mér siginn? = Segðu mér að ég sé falleg

Baðherbergið er svo lítið að maður kemst þar varla fyrir = Ég vil nýja íbúð

Við ætlum bara að kaupa súpuskálar =Ég þarf líklega ekki að taka það fram að við munum líka kíkja við í nokkrum fatabúðum, líta við í snyrtivöruverslunum og svo var ég að frétta að það væru komnar nýjar vörur í búsáhaldadeildina og að það væri útsala í sængurfatadeildinni og Ó, guð, hvað þessi bleiku rúmföt færu vel við svefnherbergið ef við myndum mála það í stíl og skipta um gluggatjöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný M

Rosalega ertu heppinn að hafa þessa orðbók..... þú munt alltaf gera allt og skilja allt rétt! Lítið flókið mál! :-) :-) :-)

Guðný M, 14.11.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Felix G

ójá, það er gott að hafa þetta við hendina =)

Hver þarf að kaupa bókin hans Þorgríms þegar maður hefur þetta... thihhi 

Felix G, 15.11.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband