Priceless

Ég var að svæfa dóttir mína í gær, nú er hún á þessum aldri (3ja ára) að það er allt reynt til að vera vakandi lengur, borða meira, drekka, pissa, meira að segja taka til !  Komið smá pirr í kallinn en reynt að halda kúlinu.  Svo voru allir lagstir niður og komið hljóð á alla.... heyrist í snúllunni "Pabbi" og ég reyni að láta pirrið ekki heyrast "Já Ísold Klara".....   "Pabbi ég elska þig".....

... Hjartað í manni bráðnar Crying

20070806165812_53

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo hefði pabbi minn átt afmæli í dag, 68 ára en hann lést úr krabbameini 2 maí sl. Hér er afastelpa með afa Gylfa á Húsafelli sumar 2006

20060808223905_25


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi dúllan! Það er alltaf jafn fyndið að sjá litlar stelpur snúa pöbbum sínum þangað til þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara!

Pabbi þinn greinilega verið flottur kall... og ég kem til með að muna dánardaginn hans... afmælisdagurinn minn

Heiða B. Heiðars, 22.10.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Felix G

Já, hann var langflottastur =)

Felix G, 22.10.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigga Hrönn

Ohh þú veist ekki hvað þú átt í vændum vinur! Ég vef pabba mínum um fingur mér enn þann dag í dag, tala ekki um ef mikið liggur við og ég næ að kreista tár!

Gott að eiga fallegar minningar að ylja sér við á dögum sem þessum.

Sigga Hrönn, 22.10.2007 kl. 18:08

4 Smámynd: Guðný M

En hvað litla snúllan er mikið krútt!  Gott hjá henni!  Gaman að myndinni af þeim saman, afa og prinsessunni

Guðný M, 23.10.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband