Miðvikudagur, 10.10.2007
Tæpar 82 milljónir í biðlaun alþingismanna
Ég hef svo sem ekkert lesið mikið meira en fyrirsagnirnar í blöðum undanfarið. En þar er mikið um peningamál og margir að græða mikla peninga, hvort sem að það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Svo eru leikskólakennarar og kennarar á lægri launum en starfsfólk hjá skyndibitastöðunum (sem að by the way margir eru ekki nægjanlega hreinlegir).
Ég þurfti t.d. að bjarga pössun í dag þar sem að skerðing er á leikskólanum hjá dóttir minni. Og ekki lítur kennara stéttin vel út þegar að fólk nær 95 ára reglunni, þá hættir það bara að vinna. Heyrði sögu um einn kennara sem að var vel liðin og góð í sínu starfi, hún hætti og tók meiraprófið og keyrir vörubíl á fjórföldum launum miðað við það sem hún hafði. Er ekki kominn tími til að taka á þessu með alvöru núna og tryggja framtíð barna okkar? Stefnir ekki annars bara í annað verkfall?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.