Húhaa

Það var kvöld eitt að hjónin höfðu lagst til hvílu fyrir nóttina að konan
varð vör við að eiginmaðurinn snerti hana á mjög óvenjulegan hátt.

Fyrst rendi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins.

Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar .

Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður með
síðunni hinu megin niður að mitti.

Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin. Hönd
hans fór síðan niðureftir lærunum utanverðum.

Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu og eins við
hægra lærið.

Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraði
aðeins og hagræddi sér í rúminu.

Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.

“Af hverju ertu hættur” hvíslaði konan.

Hann hvíslaði til baka

“ Ég er búinn að finna fjarstýringuna”!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hrönn

Muhahaha, góður.

Sigga Hrönn, 2.10.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband