Allt í gangi

Nú er allt að gerast.  Það er öðruvísi að vinna svona fyrir sjálfan sig, þíðir ekkert að liggja með lappir uppá borði og bora í nefið.  Ekki að það hafi verið það sem að ég gerði áður !  En þetta er önnur tilfinnning.  Þetta er allt að koma hér á skrifstofunni, tölvan tengd, vantar reyndar són í símann og svo þarf ég að kaupa skrifborðsstól.  Þá erum við ready to roll.  Fengum fína kynningu um daginn í Ísland í dag.  Inga Lind og Þorfinnur hrósuðu síðunni hástert og hefur skráning gengið mjög vel.  Við erum að bæta nýjum fídusum inní þetta og má reikna með smá auglýsingum í framhaldi af því , svona eftir 2 vikur vonandi. Fór og sá Astrópíu á laugardaginn, bara fínasta skemmtun.  Alltaf gaman að sjá íslenskar myndir.  Sá svo Fylkisleikinní gær, síðasti heimaleikurinn og unnum við 4-0, gott mál.  Allt í gangi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný M

Kannast mjög vel við hvernig er að byrja í nýju djobbi..... geri lítið annað þessa dagana!..........mjög gott að vita að lítið er að gera á fyrrverandi vinnustað!

Guðný M, 24.9.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Felix G

heheheh... damn, komst upp um mig

Nei nei, það var líf og fjör á gamla staðnum, alltaf eitthvað.  Já, Guðný, þú ert líka að breyta til innanhúss, hey.. sá ég þig ekki í gær í hádeginu á Maður Lifandi?? Það er ekki verið að heilsa manni  !!  Maður verður nú sár þó maður fari ekki að gráta.

Felix G, 25.9.2007 kl. 09:37

3 Smámynd: Guðný M

ÆÆ, eitt mátt þú vita um mig...ég er Guðný viðutan!! Ekkert persónulegt...  þannig að það er ideal að heilsa mér að fyrra bragði!  Vona að þú hafir ekki grátið þig í svefn heheheheh

Guðný M, 25.9.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Felix G

Sorry Magna... skil ekki málið.  Kannski er það þeir sem að eru duglegir að heimsækja mann detti bara niður. En nú ert þú á toppnum.... viiiii

Ok, Guðný Viðutan, læt í mér heyra næst ef ég rekst á þig =)

Felix G, 25.9.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband