Mánudagur, 3.9.2007
2 kafli
Ég ákvað að hringja í herbergi þessa unga drengs og svaraði hann. Ég sagðist vilja tala við kærustu mína og nafngreindi hana (köllum hana bara "X"). Hún kom í símann og neitaði öllu og gat engan veginn talað við mig í símann um þetta mál. Stutt var í að hún kæmi heim svo við ákváðum að klára þetta þá. Nokkrum dögum síðar rakst ég á kunningja minn sem að hafði sambönd í undirheimunum og spurði hann mig hvort að ég þekkti X. Já já, sagði ég. Þá var gæinn sem að hún var að deita erlendis svo óhress með þetta ástand, taldi að ég væri að ásækja X (komst svo að því að það var sagan meðal allra þarna úti) og var hann svo hræddur um að hún færi heim á undan sér að hann hringdi í þennan kunningja minn (vissi ekki að við þekktumst) og bað hann um að redda sér 2 kraftajötnum til að "sjá um" mig. Það er nefnilega það, þeir áttu bara að stúta mér sí svona. Vildi svo til að ég hitti kunningja minn síðar á djamminu og var hann þá með þessum kraftajötnum og leist mér ekkert á þá. En það semsagt varð ekkert úr þessum slagsmálum. X kom heim og neitaði þessu öllu saman, allir voru að ljúga og svo vondir við hana. Ekkert stóðst sem að ég sagði og hafði heyrt frá vinkonum hennar og endaði með því að hún réðst á mig með hendurnar á lofti. Ég kom mér nú bara út og sá hana ekki í mörg ár eftir þetta. En nóg um mig, tölum aðeins um þig =)
Athugasemdir
Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Felix G, 4.9.2007 kl. 10:11
Vá þú hefur verið bráðri lífshættu!!! Útskýrir margt.
Sigga Hrönn, 5.9.2007 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.