Föstudagur, 31.8.2007
Kafli 1
Vegna fjölda áskorana um meiri skrif um Fatal Attraction verð ég víst að koma með krassandi frásögn frá þessum tíma (sjá fyrra blogg). Úfff... hvar á ég að byrja. Málið er það að við vorum saman í nokkur ár, og hættum svo saman því við áttum ekki skap saman. Ég kynntist stúlku og var smá deit í gangi þar, en svo ekki meir og fór ég að hitta gömlu geitina aftur (ekki hoppa hæð ykkar, þetta slangur var oft notað í vinahópnum yfir hitt kynið!). Þar sem að sambandsslitin okkar áður voru með svo miklum látum ákváðum við að hafa þetta bara svona fyrir okkur til að byrja með og sjá hvert þetta myndi leiða, og virtist þetta bara ganga nokkuð vel. Vegna vinnu hennar ferðaðist hún mikið erlendis og var það bara fínt, fá smá pásu svona inná milli. En þegar líða tók á og ég reyndi að hringja í hana, þá var hún aldrei í sínu herbergi, samstarfsstelpurnar alltaf að svara og sögðu hana ekki við. Varð frekar grunsamlegt til lengdar, en skýringin frá henni var sú að stelpurnar á herberginu voru svo leiðinlegar við hana að hún flúði burt. Eitt skiptið hringdi ég og ein stelpa svaraði símanum, og sagði hún við mig að það hafi verið ákveðið að hver sem að myndi svara mér næst ætlaði að segja mér sannleikann. Ástæðan fyrir því að hún var aldrei í herberginu var sú að hún var í sambandi við annan þarna í starfshópnum......
Fylgist með í kafla 2
Athugasemdir
muwhahaha... það verður að halda spennunni
Felix G, 31.8.2007 kl. 11:56
Var það þá sem þú sauðst kanínuna?
Heiða B. Heiðars, 31.8.2007 kl. 13:34
Já, eða eitthvað annað dýr, ég þarf auðvitað að breyta nöfnunum til að vernda þá saklausu.
En til hamingju með að vera á "hot list" á mbl blogg =)
Felix G, 31.8.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.