Miðvikudagur, 29.8.2007
"Ertu frá þér, veistu hvað hann eyðir?"
Kunningi minn er að gera það gott í atvinnulífinu þessa dagana, er með góð laun og ferðast þó nokkuð á vegum vinnu sinnar. Í sumar tilkynnti hann mér að hann ætli að kaupa sér Hummer Jeppa, hann eigi það skilið og ætlar bara að kýla á það. Ég sagði honum að það væru nú til praktískari jeppar fyrir hann, ekki svona stórir þar sem að hann býr og vinnur í sama póstnúmeri. En það dugði ekkert, Hummer er málið og lét hann panta fyrir sig bíl frá USA. Ég hef nú ekki séð bílinn en þá, en um daginn hringdi ég í hann og var hann þá erlendis. Ég sagði honum að láta mig vita þegar hann færi út því að þá gæti ég fengið bílinn hjá honum lánaðan (ég er bíladellukarl). Það er ekkert mál sagði hann, bíllinn er heima og lyklarnir undir mottunni. Ég trúði því náttúrulega ekkert og kannaði það ekkert nánar. Nokkrum dögum síðar töluðumst við saman í síma og spurði hann mig hvort að ég hefði skoðað bílinn. Ég neitaði því og hélt að hann hefði farið á honum til Keflavíkur. "Nei ertu frá þér, veistu hvað hann eyðir maður?" Þá er nú glamorinn farinn af þessu, ekki hægt að keyra bílinn fyrir bensíneyðslu þar sem að hann eyðir auðvitað mest í stuttri keyrslu sem að er einmitt málið í vinnunni hans núna. Skrýtið, ég hefði þá bara keypt mér minni jeppa.
Athugasemdir
Hummer er tæki djöfulsins. Og svo andskoti ljótur líka! Land Rover er málið... og velja dísel til að halda eyðslunni í skefjum.
Chris (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:36
Þú ert Bíladellukall og það skiptir ekki máli hvað hann eyðir miklu bensíni ef maður hefur efni á því :)
Hafðu góðan dag
Guffi
Guffi (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:11
Einhvernveginn vantar fullt af mínu commenti sem ég skrifaði áðan.
Það átti að standa þarna t.d "Ef ég þekki þig rétt þá er þetta röng færsla hjá þér um að þú mundir kaupa þér ódýrarri bíl, ef þú hefðir efni á bíl þá hefðir þú keypt þér hummar.""
Guffi
Guffi (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:15
Akkúrat Guffi minn. Ef ég ætti pening til að kaupa Hummer þá spyr maður ekki að bensíneyðslunni og fer á honum til KEF =)
Felix G, 29.8.2007 kl. 13:16
Nei sko.. ef maður á pening til að kaupa hummer þá hefur maður vonandi aðeins betri smekk og kaupir LAND ROVER ;)
Chris (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:53
Ég er svooooo ánægð með litlu Yaris dolludúlluna mína, þarf eiginlega aldrei að kaupa bensín, kemst í hvaða stæði sem er sökum stærðar, fór meira að segja yfir lokaða Heillisheiði once upon a time. Hvað er smá vegahljóð í svona sambandi þegar hægt er að tjúna græjurnar duglega. Svo blöffa ég ótrúlega með aldurinn næ að yngja mig um ca 6 ár akandi um kakanum.
Sigga Hrönn, 30.8.2007 kl. 09:21
Já by the way, nöfnunum hefur verið breytt í þessari sögu til að vernda þá saklausu =) Chrissi, ertu að kveikja hver þetta er? heheheh
Felix G, 30.8.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.