Þrastaland

 Ísold Klara dóttir mín færðist yfir á "stóru" deildina í dag á leikskólanum sínum.  Löngu áður en hún byrjaði í aðlögun þar var hún farin að segja okkur frá því að hún væri að fara á stóru deildina. Mikil spenna í gangi og oft þegar ég fer með hana á morgnana segir hún: "Ég vil fara í þennan skóla" og bendi á Árbæjarskóla.  En það er nú einhver bið í það.  En nú síðustu 2 daga hefur hún engan veginn viljað fara í leikskólann, "vil ekki fara á stóru deildina" og óskar eftir að vera bara heima í náttfötum!  Það er nú ekki alveg að ganga upp, og hún er nú fljót að gleyma sér þegar hún er byrjuð að leika með hinum krökkunum.  Ætli hún sé ekki bara að kanna hvað hún getur gengið langt með okkur,  þessir krakkar eru sko snjöll í að leika á fullorðna fólkið stundum, það er allavega reynt.

Var í gærkveldi uppí Lágmúla að græja nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins.  Þetta er flott staðsetning og gott útsýni.  Verðum þarna 6-7 manns í góðri stemningu.  Stefnir í að allt verði ready á þriðjudaginn, 28 ágúst.  Þetta er spennandi.  Allt í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Felix G

Jújú, kallinn enþá á gamla pleisinu.  Engin dagsetning komin enþá.  Ég kaupi upp allt auglýsingapláss hjá þér þegar ég veit nánar =)

Felix G, 27.8.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband