Númer 844

Já takk, ég var í númer 844 í mark í 10 km hlaupinu á laugardag, af 2799 manns.  Nokkuð fínt bara, og náði mínu markmiðum, stefndi á 55 mínútur en hljóp á 54.06 svo að ég er mjög sáttur bara.  Við bróðir minn skokkuðum þetta létt á fínum hraða, svo var spretturinn tekinn í lokin inn Lækjargötuna.  Veðrið var auðvitað svo gott að það skemmdi ekki fyrir.  Frænka mín tók myndir af okkur, set þær inn þegar ég hef komist yfir þær.

Fór svo um kvöldið í Borgarnes, tengdamamma mín átti afmæli og bauð okkur í Landnámssetrið í mat og á leiksýninguna Mr. Skallagrímsson.  Ísold Klara kom með og stóð sig eins og hetja,  sat í fanginu á okkur í 2 tíma og var tekið vel af áhorfendum og aðstandendum sýningarinnar.  Hún er talin vera yngsti áhorfandinn að svo stöddu.  Vorum svo heppinn á leiðinni heim við göngin við Akranes að flugeldasýningin var í fullu gangi í RVK og vorum við því með flott útsýni.

Horfði á tónleikana í TV á föstudag, Bubbi alltaf flottur og til í að skjóta á ríkisstjórnina.  Hélt kannski að útsendingastjórinn klippti á útsendinguna en það kom ekki til þess =)

Ég var útí garði heima hjá okkur með Ísold Klöru í gær, en þar er búið að vera gera upp garðinn fyrir hátt í 12 milljónir og ný leiktæki og körfuboltavöllur.  Tók þá eftir því að það vantaði eitt körfuspjaldið á súluna sem að nýbúið er að steypa niður.  Hún var fest á með rammgerðum festingum og þarf kraftmikið fólk til að taka niður, trúi bara ekki að einhver hafi stolið þessu, vonandi að þetta sé í viðgerð.  Sjáið hér staurinn standa einn og yfirgefinn til vinstri á myndinni.  Óþolandi ef að hlutirnir fá ekki að vera í friði, þetta er jú gert fyrir börnin að leika sér.

e259148_20A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með glæsilegan árangur í hlaupinu,.

Ekki að spyrja af því að hún Ísold stendur sig alltaf eins og hetja.

Bubbi var flottur á tónleikunum en ekki fannst mér mikið koma til Stuðmanna, Mér fannst þeir vera hundleiðinlegir :)

Kveðja

Guffi

Guffi (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Guðný M

Til hamingju með 844 sætið, ekki slæmt! Sammála síðasta ræðumanni um Stuðmenn, mikið ógeðslega voru þeir leiðinlegir!

Guðný M, 20.8.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband