"Einhversstaðar þaddna"

Fór núna í hádeginu að ná í keppnisgögnin í hlaupið á morgun.  Þar var fullt af fólki mætt í Laugardalshöllina að gera slíkt hið sama.  Kom inn og tóku ungar stúlkur á móti mér: "Hvað ætlar þú að hlaupa langt?" Ég sagði 10 km og bentu þær mér á röðina "einhversstaðar þaddna".  Svo ég labbaði áfram og sá engar merkingar, skellti mér í lengstu röðina (sjá hugleiðingar um þessi mál í fyrri færslu) en sem betur fer kallaði félagi minn á mig, hann var kominn framar í réttri röð og skellti ég mér þar inn.  Merkingarnar voru engan veginn til fyrirmyndar, fólk var í vitlausum röðum hægri vinstri og vissu ekkert hvernig þær áttu að snúa sér.  Svo fundust engin gögn um fólkið á undan mér svo að við vorum þarna í 30 min að bíða, og röðin var orðin LÖNG á eftir okkur.  En þetta hafðist allt - ready steady go.

Hvet svo flesta að koma í bæinn á morgun og hvetja.  Einnig hægt að senda inn áheit fram á sunnudag.  Ég hleyp til styrktar krabbameinsfélaginu.  Tileinka þetta hlaup elsku pabba mínum sem að lést úr krabbameini 2 maí sl.Ísold með afa

Í bili.

FELIX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband