Fimmtudagur, 16.8.2007
Maraþonið
Í gær hljóp ég 7 km með Oddgeiri bróðir mínum. Við ætlum að hlaupa 10 km í RVK maraþoni Glitnis. Hljóp líka 10 km í fyrra og stefni á að bæta tímann eitthvað í þetta skiptið. Veðrið lítur ágætlega út svo að þetta verður vonandi bara gaman. Nokkrir félagar mínir taka líka þátt, Erling, Pálmi og Elli skemmtilegi.
Fór líka í sjósund á þriðjudaginn. Andri Snær félagi minn hringdi og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að koma í Gróttu og synda aðeins. Ekki spurning, skellti mér í speedo skýluna og setti upp sundhettuna og vorum við rúmar 20 mín í sjónum. Frekar skemmtilegt og kalt.... Fórum svo í sundlaug Vesturbæjar og hituðum kroppinn í heita pottinum. Skemmtilegt að sjá að þar var boðið uppá kaffi. Svo að við hituðum okkur bæði að innan og utan. Ánægjuleg viðbót hjá þeim í vesturbænum.
Nú er Árbæjarlaug lokuð í 5 vikur held ég, þannig að maður þarf að beina viðskiptum sínum eitthvað annað á meðan. Kannski að maður fari og prufi nýja heita pottinn hjá Kjartani bróðir. Hann er víst með nuddi á alla staði líkamans og útvarpi ! Stefni á að fara þangað eftir hlaupið á laugardag.
Er svo að rembast við að setja hérna könnun inn, en hún birtist ekki. Samt er ekkert sem bendir til þess að hún ætti ekki að gera það. Vonandi dettur hún inn.
kv
FELIX
Athugasemdir
Halló,halló:) Detta mér nú allar dauðar lýs,blablabla:)
Ef það er ekki sjálfi íþróttaálfurinn mættur á bloggið:)
Passaðu þig gamli á öllum þessum íþróttum,ekki gott fyrir hjartað:) og víst þú ert nú komin inn í þessa bloggmenningu,komdu þá með einhvað djúsí slúður og crap,en ekki þetta sama shit og liðið hérna er alltaf að blaðra um,,,veðrið,pólitík og tilfinningar:) hehehehe..
Annars er bara góð kveðja hér frá Köben..farðu að drulla þér í heimsókn álfur:)
Adios amigos
Gréta OfurGella:) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.