Fimmtudagur, 27.3.2008
Flott hjá þeim, en kemst ég heim?
Gott framtak, en mun það virka? Spurning um að loka aðgangi að vöruafgreiðslu bensínstöðvanna, framan alþingi eða þ.h.
Og ef þetta dregst eitthvað fram eftir degi þá verð ég með í mótmælunum, á leið heim í Árbæinn. Flautið ef þið sjáið mig, ég er á svörtum SAAB
Vörubílstjórar stöðva umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17.3.2008
Tom Jones baby
Það var fínn birgi sem að bauð okkur út á föstudagskvöldið síðasta. Vorum sótt í Bónusvideo
höfuðstöðvarnar kl. 18:30 þegar við vorum búin að gæða okkur á einum köldum. Og það var ekkert
minna en Hummer limma sem að flutti okkur aðeins um bæinn og svo í höfðustöðvar birgjans. Þar
var tekið vel á móti okkur og fullt af köldum fljótandi veitingum í boði. Dúndur múskik í gangi,
Robbie Williams á tónleikum o.fl. góðir. Stuttu seinna var matur borinn á borð og var ekkert
til sparað.
Svo stuttu síðar var farið í lókal party á einn af skemmtisöðum Reykjavíkur, og haldin einka-
karókí keppni. Það var enginn annar en Sverrir Stormsker sem að var gestadómari og stóð sig eins
og hetja. Og þegar ég er komin á þriðja bjór og karókí í boði þá er ekkert annað en að taka upp
Tom Jones taktana og syngja Delilha.
Það heppnaðist svo einstaklega vel og náði góðri stemingu
í salnum að ég tók heim verðlaun fyrir Bestu sviðsframkomuna. Nærbuxurnar voru fljúgandi uppá svið
(ok kannski ekki alveg) en þetta var gaman. Svo var okkur skutlað neðar í miðbæinn þar sem
skemmtunin hélt áfram fram á nótt.
Mikið gaman, mikið fjör. Og hér er Tom í öllu sýnu veldi....húhaaa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 13.3.2008
Dóttir mín ljósmyndarinn
Nú verður Ísold Klara 4ja ára í júní. Henni finnst voðalega gaman að taka myndir og biður okkur oft að segja "sís" í myndavélina okkar gömlu sem að hún má leika sér með. En hún veit að það er ekki alvöru, og því hefur hún fært sig yfir í digital vélina okkar og tekur myndir útum allt. Mér sýnist hún bara hafa gott auga fyrir hlutunum og verði fín í þessu. Læt hér nokkrar fylgja með, og einnig ein af henni þegar hún fékk að fara á hestbak með Kristínu frænku, og alveg óhrædd við hestana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 11.3.2008
Ken Lee - Mariah Carey
Þetta er snilldarmyndband. Úr Idol í Búlgaríu, stúlkan telur sig vera með enskuna á hreinu og ætlar að syngja þetta fína lag.
Er á you tube:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 6.3.2008
Aldrei of seint að byrja
Þessi maður er flottur, ég skála fyrir honum. Svo er maður að berjast við 10 km í Glitnishlaupinu. En það stefnir þó í hálfmaraþon þetta árið. Vonandi að ég verði svona hress þegar maður eldist, best að fara eftir hans "leyndarmáli", bjór og sígarettur =)
Svo gerir hlaupið þetta skemmtilegra þegar hluti rennur til góðra málefna.
Stefnir á maraþonhlaup 101s árs að aldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27.2.2008
Þreyttur kisi =)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25.2.2008
Hvað hugsa kallarnir þá oft um kynlíf?
Sá einhverntíman stjarnfræðilegar tölur um það hversu oft karlmenn hugsa um kynlíf. Það væri gaman að sjá þessa könnun gerða á köllum til að fá samanburð á þetta. Og jafnvel eftir við hvað manneskjan vinnur. Klámstjörnur hugsa t.d. ábyggilega minna um þetta en venjulegur skrifstofumaður !
Blautir draumar í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14.2.2008
Sniðug fjárfesting
Ef þú hefðir keypt hlutabréf í Nortel fyrir þúsund dollara fyrir ári síðan, þá væru þau 49 dollara virði í dag.
Ef þú hefðir valið Enron þá væru bréfin þín 16,5 dollara virði meðað við að höfuðstóllinn hefði verið 1000 dollarar.
Ef WorldCom hefði verið fyrir valinu væri 5 Dollarar eftir.
Ef þú hefðir eitt 1000 dollurum í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 dollarar í dag.
En, ef þú hefðir bara farið í áfengisverslun og eitt þúsund dollurum í bjór í dós, drukkið hann allan á einu ári, farið svo með dósirnar í endurvinsluna, þá ættir þú 214 dollara.
Miðað við niðurstöðurnar hér að ofan, þá er besta fjárfestingin sem þú getur gert í dag að drekka mikið af öli og fara svo með umbúðirnar í endurvinnsluna
Spá mikilli hækkun verðlags í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 13.2.2008
Valentínusardansinn
Vegna fjölda áskoranna þá er ég búinn að gera dansinn fyrir frúnna heima =)
Forvitnir geta skoðað hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)